Enski boltinn

Klopp segir Salah besta leikmann í heimi: „Hver er betri en hann?“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mohamed Salah hefur verið frábær það sem af er tímabili.
Mohamed Salah hefur verið frábær það sem af er tímabili. John Powell/Liverpool FC via Getty Images

Mohamed Salah átti frábæran leik er Liverpool sigraði nýliða Watford 5-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jürgen Klopp, stjóri liðsins, efast um að það sé nokkur leikmaður í heiminum betri en Egyptinn.

„Hann er í hæsta gæðaflokki. Við sjáum það öll. Hver er betri en hann?“ sagði Klopp eftir sigur liðsins.

„Hann skilaði risaframmistöðu í dag. Stoðsendingin í fyrsta markinu var frábær og markið sem hann skoraði var einstakt.“

Salah hefur nú skorað í átta leikjum í röð fyrir Liverpool, en engum leikmanni hefur tekist að skora í jafn mörgum leikjum í röð síðan að Daniel Sturridge gerði slíkt hið sama fyrir sjö árum.

Markið sem Salah skoraði í dag þýðir líka að hann er nú markahæsti Afríkumaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, ásamt Didier Drogba, með 104 mörk.
Tengdar fréttir

„Salah er betri en Messi og Ronaldo“

Mohamed Salah er betri en Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Þetta segir Chris Sutton, fyrrverandi framherji Blackburn Rovers, Chelsea, Celtic og fleiri liða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.