Innlent

Co­vid-tölurnar fram­vegis birtar klukkan 13

Atli Ísleifsson skrifar
Frá sýnatölustað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Frá sýnatölustað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Suðurlandsbraut í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Tölfræðisíðan covid.is, sem heldur utan um tölfræði um alls sem við kemur kórónuveirusmium, innlögnum á sjúkrahús vegna Covid-19 og fleira, verður framvegis uppfærð klukkan 13 alla virka daga. Síðan hefur til þessa verið uppfærð klukkan 11.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

„Á sínum tíma þegar þessi tímasetning (11:00) var ákveðin þá voru daglegir upplýsingafundir haldnir og því var mikilvægt að koma tölfræðinni út fyrir fundinn.

Áfram verða tölur uppfærðar á covid.is á hverjum virkum degi,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.