Tónlist

MR vann Söng­keppni fram­halds­skólanna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Jóhanna Björk Snorradóttir söng lagið Distance, eftir tónlistarkonuna Yebba.
Jóhanna Björk Snorradóttir söng lagið Distance, eftir tónlistarkonuna Yebba.

Menntaskólinn í Reykjavík bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Fyrir hönd skólans flutti Jóhanna Björk Snorradóttir lagið Distance eftir Yebba.

Keppnin var sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Hér að neðan má sjá flutning Jóhönnu í keppninni. Bakraddir sungu Hildur Kaldalóns Björnsdóttir, Dögg Magnúsdóttir og Jana Björg Þorvaldsdóttir.

Í öðru sæti hafnaði Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Þorsteinn Helgi Kristjánsson flutti lagið Tennessee Whiskey eftir Chris Stapleton fyrir hönd skólans.

Klippa: Þorsteinn Helgi Kristjánsson - Tennessee Whiskey - Fjölbrautarskóli Suðurnesja

Í þriðja sæti var Menntaskólinn í Tónlist. Fyrir hönd skólans flutti Rakel Björgvinsdóttir lagið Creep eftir hljómsveitina Radiohead.

Klippa: Rakel Björgvinsdóttir - Creep - Menntaskólinn í Tónlist

Hægt er að sjá upptökur af öllum flytjendum á sjónvarpsvef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×