Lífið

Eurovision 2022 verður haldin í Tórínó

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Tórínó verður gestgjafi Eurovision keppninnar í ár.
Tórínó verður gestgjafi Eurovision keppninnar í ár. Eurovision

Eurovision-keppnin fer fram í borginni Tórínó á Ítalíu á næsta ári. Sextán aðrar borgir kepptust um að hýsa keppnina.

Samkvæmt frétt á vef RÚV fer aðalkeppnin fram 14. maí á PalaOlimpico og undanúrslitin 10. og 12. maí.

„Eins og við sáum þegar vetrarólympíuleikarnir fóru þar fram árið 2006, þá uppfyllir PalaOlimpico allar þær kröfur sem við gerum til viðburðar af þessari stærðargráðu,“ er haft eftir Martin Österdahl, framkvæmdastjóra keppninnar.

„Þetta er í fyrsta sinn í þrjátíu ár sem Eurovision fer fram á Ítalíu og við stefnum staðföst á það það bjóða upp á eftirminnilega keppni í samstarfi við ítalska ríkissjónvarpið, Rai.“


Tengdar fréttir

Måneskin gefur út nýtt tón­listar­mynd­band

Måneskin, hljómsveitin sem bar sigur úr bítum í Eurovision á þessu ári fyrir hönd Ítalíu, hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við lagið I Wanna Be Your Slave.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×