Adele greindi frá því á Twitter að lagið Easy On Me væri væntanlegt þann 15. október næstkomandi og lét með fylgja bút úr laginu og tónlistarmyndbandinu. Þar sést glitta í söngkonuna frægu í bíl en myndbandið er í svarthvítu.
Easy On Me - October 15 pic.twitter.com/7HRvxAfEqy
— Adele (@Adele) October 5, 2021
Óhætt er að segja að mikil spenna sé nú meðal netverja en í gær voru uppi ýmsar vangaveltur á Twitter um að von væri á fjórðu plötunni frá söngkonunni, að því er kemur fram í frétt Daily Mail. Þá hafa auglýsingar með tölunni 30 víða um heim ýtt undir það að ný plata sé væntanleg.
Adele hefur þegar gefið út þrjár plötur og er titill þeirra alla ákveðin tala, sem segir til um aldur söngkonunnar. Hún gaf til að mynda út plötuna 19 árið 2008, 21 árið 2011 og 25 árið 2015.
30 spotted at the BBC Hello @Adele is that you? pic.twitter.com/von6izHEmU
— BBC Radio 1 (@BBCR1) October 4, 2021
Sjálf hefur hún ekki talað nýverið um að önnur plata sé á leiðinni en árið 2019 virtist hún ýja að því á Instagram að ný plata, sem hún kallaði einmitt 30 þá, væri í vinnslu. Ætla má að ný plata muni meðal annars taka á skilnaði Adele og Simon Konecki en þau tilkynntu um skilnaðinn árið 2019.
Í síðasta mánuði bárust fréttir af því að stórtónleikar með Adele ættu að fara fram fyrir jól þar sem nýja platan yrði frumsýnd. Talið er að útgáfufyrirtækið Sony stefni á að platan verði frumsýnd í nóvember. Það hefur þó ekki verið staðfest en engu að síður bíða aðdáendur spenntir.
Bring on sad girl fall
— Spotify (@Spotify) October 5, 2021
Calling all musicians! @tonylivesey is trying to work out if these pieces of music in @Adele's new song are a clue.
— BBC Radio 5 Live (@bbc5live) October 5, 2021
Can anybody help him read them?!
@BBCSounds pic.twitter.com/edeDMkv4ot
I CAN ALREADY TELL THIS IS GOING TO BE ANYTHING BUT EASY ON ME
— MTV UK (@MTVUK) October 5, 2021
Who's excited for @adele's 15 Oct return with Easy On Me? pic.twitter.com/d214BaPkx3
The way @Adele can give me chills with just a piano intro teaser.
— Alex Goldschmidt (@alexandergold) October 5, 2021
It s really happening. pic.twitter.com/H3ypSm4gOq
ready for adele to send me into an absolutely devastating depressive spiral from which i may never recover
— Matt Bellassai (@MattBellassai) October 5, 2021
BRB, playing this short clip of Adele's #EasyonMe on repeat until Oct. 15. https://t.co/zKAa3c1q28
— POPSUGAR (@POPSUGAR) October 5, 2021