Innlent

Vilja ekki nýjar kosningar í Norð­vestur­kjör­dæmi: „Bíttar þetta svo miklu?“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Það eru skiptar skoðanir um það hver næstu skref eigi að vera. 
Það eru skiptar skoðanir um það hver næstu skref eigi að vera.  Vísir

Íbúar í Norðvesturkjördæmi eru fæstir á þeim buxunum að blása eigi til nýrra kosninga eftir að annmarkar á framkvæmd þeirra í kjördæminu komu í ljós.

Að lokinni endurtalningu atkvæða í kjördæminu síðdegis á sunnudag var ljóst að niðurstaðan var ekki sú sama og í fyrstu talningu. Á sunnudagskvöld greindi svo yfirkjörstjóri kjördæmisins frá því í samtali við Vísi að ekki hafi verið gengið frá kjörgögnum á milli talninga eins og lög segja til um.

Einhverjir hafa kallað eftir því að blásið verði til nýrra kosninga í kjördæminu, sem gæti raskað niðurstöðu kosninganna verulega. Bæði gæti það breytt því hvaða menn komast inn á þing í Norðvesturkjördæmi og hverjir uppbótaþingmenn verða í öðrum kjördæmum.

En eru íbúar kjördæmisins þeirrar skoðunar að blása skuli til nýrrar atkvæðagreiðslu?

Fréttastofa tók Borgfirðinga á tal í dag og fæstir voru á því að ganga ætti til kosninga að nýju.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×