Frumsýning: „Riff Royale“ með Tómasi Lemarquis og Halldóru Geirharðs Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. september 2021 18:00 Tómas Lemarquis sem Vincent Vega og Halldóra Geirharðsdóttir sem Jules Winnfield Skjáskot Í dag frumsýnum við hér á Vísi nýtt verkefni eftir leikstjórann Baldvin Albertsson. RIFF kynnir með stolti verkið „RIFF Royale.“ Um er að ræða endurgerð á sögufrægri senu úr hinni margrómuðu kvikmynd Quentin Tarantino, Pulp Fiction frá árinu 1994, nema á íslensku. „List á að gleðja og skemmta, en einnig ögra. Aðal tilgangur kvikmyndahátíðar líkt og RIFF er að skapa vettvang svo áhorfendur fái tækifæri til að njóta ólíkra mynda frá öllum heimshornum og því fara aðeins út fyrir þægindarammann í vali á afþreyingu. Tilgangur Riff Royale er að umturna einhverju jafn kunnuglegu og „Cheese Royale“ og ímynda sér til gamans eitt augnablik að myndin væri í raun íslensk,“ segir Baldvin Albertsson, leikstjóri Riff Royale. Með hlutverk fara Tómas Lemarquis sem Vincent Vega og Halldóra Geirharðsdóttir sem Jules Winnfield. Leikstjórn og hugmyndavinna var í höndum Baldvins Albertssonar, Sigurvín Fálk annaðist kvikmyndatöku og Carolina Salas framleiddi. Árni Gylfason stýrði hljóðupptöku og Ágústa Sif Aðalsteinsdóttir sá um hár og förðun. Klippa: RIFF Royale eftir Baldvin Albertsson „Fjölmargir úr kvikmyndabransa Íslands komu að gerð Riff Royale. Rvk Studios lánuðu kvikmyndaver sitt, RÚV lánuðu búninga og Tjarnargatan ljós. Kári Jóhannson sá um hljóðblöndun og Einar Eyland tók að sér litun. Þakkir fá Íslandstofa, Rvk Studios, búningadeild RÚV, Hertz og Tjarnargatan,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Eins og komið hefur fram hér á Vísi hefst RIFF næstkomandi fimmtudag og stendur til 10. október. Opnunarmynd hátíðarinnar í ár er Versta Manneskja í heimi eftir Joachim Trier. Miðasala er í fullum gangi. Flestar sýningar fara fram í Bió Paradís og Norrænahúsinu en einnig verða ákveðnar myndir sýndar á sérstökum viðburðum víða um bæ. Einnig er hægt að njóta kvikmynda sem sýndar eru á hátíðinni með‘Riff Heima’ sem aðgengilegt er á riff.is Alla umfjöllun okkar um RIFF má finna HÉR. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Tengdar fréttir Ný kynslóð íslenskra leikstjóra á RIFF 2021 Riff – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fer nú fram í átjánda sinn frá 30. september til 10. október. 27. september 2021 17:00 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Um er að ræða endurgerð á sögufrægri senu úr hinni margrómuðu kvikmynd Quentin Tarantino, Pulp Fiction frá árinu 1994, nema á íslensku. „List á að gleðja og skemmta, en einnig ögra. Aðal tilgangur kvikmyndahátíðar líkt og RIFF er að skapa vettvang svo áhorfendur fái tækifæri til að njóta ólíkra mynda frá öllum heimshornum og því fara aðeins út fyrir þægindarammann í vali á afþreyingu. Tilgangur Riff Royale er að umturna einhverju jafn kunnuglegu og „Cheese Royale“ og ímynda sér til gamans eitt augnablik að myndin væri í raun íslensk,“ segir Baldvin Albertsson, leikstjóri Riff Royale. Með hlutverk fara Tómas Lemarquis sem Vincent Vega og Halldóra Geirharðsdóttir sem Jules Winnfield. Leikstjórn og hugmyndavinna var í höndum Baldvins Albertssonar, Sigurvín Fálk annaðist kvikmyndatöku og Carolina Salas framleiddi. Árni Gylfason stýrði hljóðupptöku og Ágústa Sif Aðalsteinsdóttir sá um hár og förðun. Klippa: RIFF Royale eftir Baldvin Albertsson „Fjölmargir úr kvikmyndabransa Íslands komu að gerð Riff Royale. Rvk Studios lánuðu kvikmyndaver sitt, RÚV lánuðu búninga og Tjarnargatan ljós. Kári Jóhannson sá um hljóðblöndun og Einar Eyland tók að sér litun. Þakkir fá Íslandstofa, Rvk Studios, búningadeild RÚV, Hertz og Tjarnargatan,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Eins og komið hefur fram hér á Vísi hefst RIFF næstkomandi fimmtudag og stendur til 10. október. Opnunarmynd hátíðarinnar í ár er Versta Manneskja í heimi eftir Joachim Trier. Miðasala er í fullum gangi. Flestar sýningar fara fram í Bió Paradís og Norrænahúsinu en einnig verða ákveðnar myndir sýndar á sérstökum viðburðum víða um bæ. Einnig er hægt að njóta kvikmynda sem sýndar eru á hátíðinni með‘Riff Heima’ sem aðgengilegt er á riff.is Alla umfjöllun okkar um RIFF má finna HÉR.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Tengdar fréttir Ný kynslóð íslenskra leikstjóra á RIFF 2021 Riff – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fer nú fram í átjánda sinn frá 30. september til 10. október. 27. september 2021 17:00 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Ný kynslóð íslenskra leikstjóra á RIFF 2021 Riff – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fer nú fram í átjánda sinn frá 30. september til 10. október. 27. september 2021 17:00