Lífið

Miss Universe Iceland í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eva Ruza er kynnir í keppninni Miss Universe Iceland.
Eva Ruza er kynnir í keppninni Miss Universe Iceland. Aðsent

Það styttist í að næsta Miss Universe Iceland verði krýnd í Gamlabíó. Keppnin fer fram á miðvikudagskvöld og verður hægt að fylgjast með keppninni hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísir.

Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe keppninni í Ísrael. Tuttugu stúlkur taka þátt í keppninnj í ár og höfum við kynnt þær síðustu daga hér á Vísi

Kynnirinn er líkt og áður, skemmtikrafturinn Eva Ruza. 

„Ég er heldur betur spenntust. Ég get ekki beðið eftir að smokra mér i shock up sokkabuxur, glimmerhæla, glimmerkjól og smella á mig varalit. Og mögulega smyrja allskonar öðru á andlitið,“ segir Eva hress í samtali við Vísi. 

„Stelpurnar eru klárar, ég er klár og ég lofa ykkur veislu. Og ég stend alltaf við loforðin sem ég gef.“

Stúlkurnar eru allar búnar að tékka sig inn á hótel saman og munu eyða öllum stundum saman fram að keppni. 

„Það er svo dásamlegur vinskapur sem hefur myndast í þessum hópi og það er ekkert meira gefandi fyrir mig en að sjá þessar stelpur uppskera því sem þær hafa sáð og vaxa og þroskast í gegnum þetta ferli,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland 

Manúela Ósk Harðardóttir er framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe Iceland, sem í núverandi mynd var haldin í fyrsta skipti árið 2016.Vísir/Samsett

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá stúlkurnar tuttugu sem keppa um titilinn í ár. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×