Fjórum leikjum lauk núna klukkan 16:00 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Í Liverpool vann Everton þægilegan 2-0 sigur á Norwich City. Androw Townsend kom heimamönnum yfir á 29. mínútu úr vítaspyrnu og það var svo Abdoulaye Doucoure sem kom Everton í 2-0 á 77. mínútu eftir undirbúning frá Demarai Gray. Everton komnir með þrettán stig í 5. sæti deildarinnar en Norwich sitja enn stigalausir á botninum.
Michail Antonio var hetja West Ham þegar liðið vann Leeds, 1-2 á Eiland Road í Leeds. Raphinha kom Leeds yfir á 19. mínútu eftir sendingu frá Klich og þannig stóðu leikar í hálfleik. Það var Junior Firpo leikmaður Leeds sem varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 67. mínútu áður en Michail Antonio skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. West ham með 11 stig í 7. sætinu en Leeds einungis með þrjú stig eftir sex leiki.
Unreal. pic.twitter.com/plkxjtOfQB
— West Ham United (@WestHam) September 25, 2021
Leicester City og Burnley gerðu stórskemmtilegt 2-2 jafntefli á heimavelli Leicester. Markamaskínan Jamie Vardy var fyrstur á blað, en þó í rangt mark á 12. mínútu. Vardy bætti þetta þó strax upp með marki á 37. mínútu eftir undirbúning Tielemans. Maxvel Cornet kom svo Burnley aftur yfir á 40. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Það var svo Jamie Vardy sem jafnaði aftur á 85. mínútu. Vardy allt í öllu. Leicester er með sjö stig í 12. sæti deildarinnar en Burnley er í 19. sæti með einungis 2 stig.
Watford og newcastle skildu svo jöfn, 1-1. Sean Longstaff skoraði stórglæsilegt mark á 23. mínútu en Ismaila Sarr jafnaði leikinn á 72. mínútu. Watford sitja í 11. sætinu með 7 stig en Newcastle er í vandræðum með eingöngu þrjú stig úr fyrstu sex leikjunum.