Lífið

Harry Potter-stjarnan Tom Felton hneig niður á golfvelli

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Felton var með meðvitund þegar honum var ekið af vellinum.
Felton var með meðvitund þegar honum var ekið af vellinum. Getty/Andrew Redington

Leikarinn Tom Felton hneig niður á golfmóti í Wisconsin í gær og þurfti að bera hann af vellinum. Felton, sem er best þekktur fyrir að leika Draco Malfoy í kvikmyndunum um Harry Potter, var fluttur á sjúkrahús en engar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Felton varð 34 ára á miðvikudaginn en golfmótið sem um ræðir var upphitunarviðburður fyrir Ryder-bikarinn, sem fer fram nú um helgina. Felton ku vera mikill golfáhugamaður og var að spila fyrir Evrópu, ásamt hokkíleikmanninum Teemu Selanne frá Finnlandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.