Oddvitaáskorunin: Rak Blómabúð í Reykjavík og ísbúð á Benidorm Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2021 15:00 Helga Thorberg er sérfræðingur þegar kemur að blómaskreytingum og mikill náttúruunnandi. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Helga Thorberg leiðir lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Græðgi, taumlaus neysla og virðingarleysi við móðir jörð er á góðri leið með að útrýma öllu lífi á jörðinni. Það er á ábyrgð stjórnvalda að grípa til aðgerða til að sporna við eyðileggingunni. Það er hins vegar okkar ábyrgð að velja þá sem fara með valdið. Þess vegna þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að fara í þær róttæku breytingar, stjórnvöld sem eru ekki að þjóna auðvaldinu heldur almenningi. Með því að fylkja okkur um stefnu Sósíalistaflokksins, veljum við efnahagskerfi sem byggir á lífvænlegum gildum fyrir fjöldann – en ekki sérhagsmunum fárra. Róttækra aðgerða er þörf – ég ætla að leggja því lið. Ég er fædd í Vestmannaeyjum 1950. Menntuð leikkona og garðyrkjufræðingur. Skrifað sjónvarpsþætti og unnið útvarps- og grínþætti með skólasystur og vinkonu minni Eddu Björgvinsdóttur. Starfaði með Kvennaframboðinu og Kvennalistanum. Rak mína blómabúð Blómálfinn í 15 ár - og rak ísbúð á Benidorm - pillaði rækjur í Hafnarfirði - var í sveit í Fljótshlíðinni - blómaskreytir í fínustu blómabúð Oslóar í 5 ár - afgreiddi í Björnsbakaríi og á bóndamarkaði í Hrafnagili - svo eitthvað sé nefnt ! Ég á tvo syni og fimm barnabörn.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Strandirnar eru töfrandi. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér ekki bragðref – en er kolfallin fyrir Elvis á Lemon! Uppáhalds bók? Dimmalimm – mamma kom að mér grátandi með bókina og snökti „svanurinn er dáinn „ – þannig uppgötvaðist að ég var læs ! Margar bæst við síðan – bæði grátur og hlátur! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Oops!...I Did It Again - Britney Spears. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Stóra-Dal í Eyjafirði. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Margar flottar seríur sem ég hafði ekki horft á, eins og Crown og fleiri – og svo blessaðir göngutúrnarnir, koma sér út úr húsi. Hvað tekur þú í bekk? Ég tek ekki í bekk – nema ég þurfi að færa hann! Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Blómaskreytir – elska blóm. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „We need to talk!“ Uppáhalds tónlistarmaður? Víkingur Heiðar Ólafsson píanósnillingur. Besti fimmaurabrandarinn? „Hægt fer ég – en hægara kemst ég“ – sagði kerling þegar karlinn var að reka á eftir henni. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar mamma flutti með okkur systurnar til Ameríku – 12 tíma flug – 3 máltíðir á leiðinni – og útsýnið út um gluggann yfir New York borg – ég var 12 ára! Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Forystukonur okkar í verkalýðshreyfingunum, jarðbundnar, sterkar og eldklárar! Besta íslenska Eurovision-lagið? „Til hamingju Ísland „ – Silvía Nótt var æði! Besta frí sem þú hefur farið í? Ég á það eftir! Uppáhalds þynnkumatur? Þynnka er ekki á mínum matseðli. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei! Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Horfði ekki á Fóstbræður. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Var utanskóla! Rómantískasta uppátækið? Það er leyndarmál! Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Sjá meira
Helga Thorberg leiðir lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Græðgi, taumlaus neysla og virðingarleysi við móðir jörð er á góðri leið með að útrýma öllu lífi á jörðinni. Það er á ábyrgð stjórnvalda að grípa til aðgerða til að sporna við eyðileggingunni. Það er hins vegar okkar ábyrgð að velja þá sem fara með valdið. Þess vegna þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að fara í þær róttæku breytingar, stjórnvöld sem eru ekki að þjóna auðvaldinu heldur almenningi. Með því að fylkja okkur um stefnu Sósíalistaflokksins, veljum við efnahagskerfi sem byggir á lífvænlegum gildum fyrir fjöldann – en ekki sérhagsmunum fárra. Róttækra aðgerða er þörf – ég ætla að leggja því lið. Ég er fædd í Vestmannaeyjum 1950. Menntuð leikkona og garðyrkjufræðingur. Skrifað sjónvarpsþætti og unnið útvarps- og grínþætti með skólasystur og vinkonu minni Eddu Björgvinsdóttur. Starfaði með Kvennaframboðinu og Kvennalistanum. Rak mína blómabúð Blómálfinn í 15 ár - og rak ísbúð á Benidorm - pillaði rækjur í Hafnarfirði - var í sveit í Fljótshlíðinni - blómaskreytir í fínustu blómabúð Oslóar í 5 ár - afgreiddi í Björnsbakaríi og á bóndamarkaði í Hrafnagili - svo eitthvað sé nefnt ! Ég á tvo syni og fimm barnabörn.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Strandirnar eru töfrandi. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér ekki bragðref – en er kolfallin fyrir Elvis á Lemon! Uppáhalds bók? Dimmalimm – mamma kom að mér grátandi með bókina og snökti „svanurinn er dáinn „ – þannig uppgötvaðist að ég var læs ! Margar bæst við síðan – bæði grátur og hlátur! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Oops!...I Did It Again - Britney Spears. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Stóra-Dal í Eyjafirði. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Margar flottar seríur sem ég hafði ekki horft á, eins og Crown og fleiri – og svo blessaðir göngutúrnarnir, koma sér út úr húsi. Hvað tekur þú í bekk? Ég tek ekki í bekk – nema ég þurfi að færa hann! Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Blómaskreytir – elska blóm. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „We need to talk!“ Uppáhalds tónlistarmaður? Víkingur Heiðar Ólafsson píanósnillingur. Besti fimmaurabrandarinn? „Hægt fer ég – en hægara kemst ég“ – sagði kerling þegar karlinn var að reka á eftir henni. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar mamma flutti með okkur systurnar til Ameríku – 12 tíma flug – 3 máltíðir á leiðinni – og útsýnið út um gluggann yfir New York borg – ég var 12 ára! Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Forystukonur okkar í verkalýðshreyfingunum, jarðbundnar, sterkar og eldklárar! Besta íslenska Eurovision-lagið? „Til hamingju Ísland „ – Silvía Nótt var æði! Besta frí sem þú hefur farið í? Ég á það eftir! Uppáhalds þynnkumatur? Þynnka er ekki á mínum matseðli. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei! Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Horfði ekki á Fóstbræður. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Var utanskóla! Rómantískasta uppátækið? Það er leyndarmál!
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Sjá meira