Ekkert „ole, ole“ hjá United undir stjórn Solskjærs í Meistaradeildinni: Sjö töp í ellefu leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2021 08:00 Manchester United hefur ekki gengið vel í Meistaradeild Evrópu undir stjórn Ole Gunnars Solskjær. getty/FreshFocus Manchester United tapaði fyrir Young Boys í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu. United hefur tapað meirihluta leikja sinna undir stjórn Ole Gunnars Solskjær í Meistaradeildinni síðan hann tók við liðinu. United komst yfir í leiknum í Bern í gær með marki Cristianos Ronaldo á 13. mínútu. Tuttugu mínútum síðar fékk Aaron Wan-Bissaka rautt spjald fyrir brot á Christopher Martins. United átti ekki skot að marki Young Boys eftir það. Silvan Hefti jafnaði fyrir svissneska liðið á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Theoson Jordan Siebatcheu sigurmark heimamanna eftir mistök Jesses Lingard. Solskjær hefur stýrt United í ellefu leikjum í Meistaradeildinni síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Rauðu djöflarnir hafa tapað sjö af þessum leikjum. Tölfræðingarnir á Opta bentu á þá staðreynd að þrettán prósent af öllum tapleikjum United í Meistaradeildinni frá upphafi hefðu komið undir stjórn Solskjærs þrátt fyrir að hann hafi bara stýrt liðinu í tæplega fimm prósent leikja þess í keppninni. 13% - Manchester United have lost seven of their 11 UEFA Champions League matches under Ole Gunnar Solskjær. 13% of their total defeats in the competition have come under Solskjær (7/54), despite the Norwegian only being in charge for 4.8% of their matches (11/231). Fall. pic.twitter.com/5e49OVY63B— OptaJoe (@OptaJoe) September 14, 2021 United komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Þar reyndist tap fyrir Istanbul Basaksehir á útivelli afar dýrt. Næsti leikur United í Meistaradeildinni er gegn Villarreal á Old Trafford 29. september. Þessi lið mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Villarreal vann þann leik eftir maraþonvítakeppni. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Harry Maguire segist ekki kenna liðsfélaga sínum um tapið gegn Young Boys Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðsfélagi hans, Jesse Lingard, gaf heimamönnum sigurmarkið á silfurfati á lokamínútu leiksins, en Maguire segist þó ekki kenna honum um tapið. 14. september 2021 20:03 Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
United komst yfir í leiknum í Bern í gær með marki Cristianos Ronaldo á 13. mínútu. Tuttugu mínútum síðar fékk Aaron Wan-Bissaka rautt spjald fyrir brot á Christopher Martins. United átti ekki skot að marki Young Boys eftir það. Silvan Hefti jafnaði fyrir svissneska liðið á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Theoson Jordan Siebatcheu sigurmark heimamanna eftir mistök Jesses Lingard. Solskjær hefur stýrt United í ellefu leikjum í Meistaradeildinni síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Rauðu djöflarnir hafa tapað sjö af þessum leikjum. Tölfræðingarnir á Opta bentu á þá staðreynd að þrettán prósent af öllum tapleikjum United í Meistaradeildinni frá upphafi hefðu komið undir stjórn Solskjærs þrátt fyrir að hann hafi bara stýrt liðinu í tæplega fimm prósent leikja þess í keppninni. 13% - Manchester United have lost seven of their 11 UEFA Champions League matches under Ole Gunnar Solskjær. 13% of their total defeats in the competition have come under Solskjær (7/54), despite the Norwegian only being in charge for 4.8% of their matches (11/231). Fall. pic.twitter.com/5e49OVY63B— OptaJoe (@OptaJoe) September 14, 2021 United komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Þar reyndist tap fyrir Istanbul Basaksehir á útivelli afar dýrt. Næsti leikur United í Meistaradeildinni er gegn Villarreal á Old Trafford 29. september. Þessi lið mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Villarreal vann þann leik eftir maraþonvítakeppni.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Harry Maguire segist ekki kenna liðsfélaga sínum um tapið gegn Young Boys Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðsfélagi hans, Jesse Lingard, gaf heimamönnum sigurmarkið á silfurfati á lokamínútu leiksins, en Maguire segist þó ekki kenna honum um tapið. 14. september 2021 20:03 Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Harry Maguire segist ekki kenna liðsfélaga sínum um tapið gegn Young Boys Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðsfélagi hans, Jesse Lingard, gaf heimamönnum sigurmarkið á silfurfati á lokamínútu leiksins, en Maguire segist þó ekki kenna honum um tapið. 14. september 2021 20:03
Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45