Lífið

Leið eins og í hryllingsmynd: „Það ógeðslegasta sem ég hef séð“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vinkonurnar Sunneva Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir prófa ýmsa vinnustaði í þáttunum #Samstarf.
Vinkonurnar Sunneva Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir prófa ýmsa vinnustaði í þáttunum #Samstarf. Stöð 2+

Sunneva og Jóhanna voru ekki mjög spenntar fyrir starfsþjálfuninni á flokkunarstöð Sorpu í nýjasta þættinum af #Samstarf. Þær voru þó mjög hrifnar að því að fá að fara í gegnum gáma og kassa fulla af gersemum í Góða hirðinum.

„Ég elska að prófa nýja hluti og er alveg opin fyrir öllu, þetta er bara spurning um að vera með opinn huga,“ segir Jóhanna áður en hún prófaði starfið í Sorpu.

Í þættinum þurftu meðal annars að heimsækja vinnslustöð Sorpu en það fór ekki alveg eins og vonast var eftir.

„Þegar ég labbaði inn þá hélt ég að það myndi líða yfir mig,“ sagði Sunneva um þessa reynslu. „Mér leið eins og ég væri í einhverri hryllingsmynd.“ Jóhanna var sammála þessu.

„Ég held að þetta sé það ógeðslegasta sem ég hef séð, á ævinni.“

Þær fengu þó að upplifa langþráðan draum eins og sjá má í meðfylgjandi klippu.

Klippa: Fengu loksins drauminn uppfylltan

Tengdar fréttir

„Ég get ekki svona gæja á Teslum“

Sunneva Einars hefur aldrei séð stöðumælavörð og telur því starfsstéttina ekki vera til. Hún kemst svo sannarlega að því að það er ekki raunin þegar hún og Jóhanna bregða á leik á götum Reykjavíkurborgar í nýjasta þættinum af Samstarf á Stöð 2+.

Taka sig alls ekki of alvarlega

Sunneva Eir Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir frumsýndu í þessari viku fyrsta þáttinn af #Samstarf á Stöð 2+ efnisveitunni. Vinkonurnar eru báðar þekktar á samfélagsmiðlum og hafa alltaf viljað gera þátt saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×