Lífið

Fram­bjóð­endur af­hjúpa leynda hæfi­leika: „Ég veit að þetta er ekki sniðugt fyrir stjórn­mála­mann að segja“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Guðmundur Gunnarsson og Katrín Jakobsdóttir.
Guðmundur Gunnarsson og Katrín Jakobsdóttir. vísir

Flestir hafa leynda hæfileika og eru frambjóðendur flokkanna engin undantekning. Í myndbandinu má sjá leynda hæfileika Katrínar Jakobsdóttur og Guðmundar Gunnarssonar.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður kann töfrabrögð sem hún sýnir á meðan hún talar þýsku.

Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi hefur leyndan og óvenjulegan hæfileika. Hann kann áramótaskaupið frá árinu 1984 utan að og getur þulið öll atriðin upp eftir pöntun.

Við leyfum myndbandinu að tala sínu máli.

Klippa: Unga fólkið - Leyndir hæfileikar

Vísir mun skemmta sér með fólkinu sem keppist um þingsætin í sérstökum kosningaþáttum sem birtast hér á Vísi alla miðvikudaga og laugardaga fram að kosningum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.