Næst trúfélaga kemur Kaþólska kirkjan með 14.709 meðlimi og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.040 meðlimi. Mest er fjölgunin frá 1. desember hjá Ásatrúarfélaginu og Siðmennt þar sem 279 meðlimir bættust við. Mest fækkun var í trúfélaginu Zuism eða um 202 meðlimi.
Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands. Alls voru 28.926 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. september síðastliðinn eða 7,7% landsmanna. Alls eru 58.514 manns með ótilgreinda skráningu eða 15,7%.