Sport

Loka­orð Más frá Tókýó: „Ís­land er land þitt“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Már Gunnarsson ásamt föður sínum, Gunnari Má Mássyni.
Már Gunnarsson ásamt föður sínum, Gunnari Má Mássyni. ÍF

Sundmaðurinn Már Gunnarsson hefur skilað frá sér sínu síðasta myndbandi frá Tókýó í Japan þar sem hann tók þátt í Ólympíumóti fatlaðra. 

Már stóð sig með prýði á leikunum, setti nýtt Íslandsmet og skemmti fólki hér heima með bæði góðri frammistöðu og kostulegum myndböndum.

„Læt þetta vera lokaorð mín héðan frá Tókýó. Klárlega ógleymanlegt verkefni á ógleymanlegum tímum. Ég kem heim með eitt Íslandsmet og þrátt fyrir að missa af gullinu með einni sekúndu þá kem ég heim sáttur!“ segir Már á Facebook-síðu sinni.

„Kæru þjálfarar mínir Steindór Gunnarsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Ragnar Friðbjarnarson, Helgi Rafn Guðmundsson, þau fyrirtæki sem standa á bak við mig, elsku pabbi og allir sem hafa fylgst með. Takk kærlega fyrir samfylgdina í bili,“ segir að lokum í færslu Más.

Í færslunni - sem sjá má hér að neðan - má sjá myndband af sund- og tónlistarmanninum syngja lagið Ísland er land þitt. 


Tengdar fréttir

Már fimmti á nýju Íslandsmeti

Sundkappinn Már Gunnarsson kom fimmti í bakkann í 100 metra baksundi í flokki S11 blindra og sjónskertra á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í morgun. Hann bætti eigið Íslandsmet í greininni.

Már getur ekki andað með nefinu en lætur það ekki stöðva sig

„Nákvæmlega það sem við vorum að leitast eftir, að fara fyrsta sundið hratt og öruggt. Ekki skera mig neinstaðar, ekki meiða mig á línunum, ekki synda á veginn,“ sagði sundmaðurinn Már Gunnarsson að loknu fyrsta sundi sínu á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó.

„Ímynd ákveðins himnaríkis“

Sundmaðurinn Már Gunnarsson heldur áfram að veita fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum skemmtilega innsýn inn í lífið í Tókýó þar sem ólympíumót fatlaðra er nú að hefjast.

Már Gunnars í stofufangelsi í Japan

Það er passað upp á keppendur á Ólympíumóti fatlaðra og það er líka passað upp á það að þeir séu ekki þar sem þeir eiga ekki að vera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×