Már hrökk upp af værum svefni: „Nei, ekki í dag. Ekki í dag!“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2021 11:03 Már Gunnarsson er ánægður með að hafa fengið þjálfarann sinn til Tókýó. Skjáskot/Instagram/@margunnarsson Sundkappinn Már Gunnarsson hefur staðið í ströngu í undirbúningi fyrir keppni á Ólympíumóti fatlaðra en hugðist nýta langþráð tækifæri til að sofa út í morgun. Honum varð hins vegar ekki að ósk sinni. Setningarathöfn leikanna er í Tókýó á morgun og fyrsti keppnisdagur Más er á föstudaginn þegar hann stingur sér til 50 metra skriðsunds. Már heldur áfram að senda frá sér skemmtileg innslög frá Tókýó á samfélagsmiðlum og greindi frá því að í morgun, þegar hann hugðist loksins sofa út eftir að hafa þurft að vakna snemma síðustu morgna til að æfa, hefði hann vaknað upp með andfælum eldsnemma. Ástæðan? Jú, Már var tekinn í lyfjapróf. Klippa: Már Gunnars vakinn snemma í Tókýó „Þar sem ég lá í rúmi mínu, djúpt í værum svefni, hrökk ég skyndilega upp þegar barið var harkalega á dyrnar að íbúðinni minni. Ég heyri rödd segja: „Hello, this is doping testing. Mister Már Gunnarsson.“ Mér leið eins og veröldin hefði hrunið. Ég hugsaði „Nei, ekki í dag. Ekki í dag!“ Á leikunum eru keppendur nefnilega teknir í lyfjapróf á keppnisdegi en einnig á degi utan keppni sem valinn er af handahófi, án þess að keppendur séu varaðir við. Eftir þessa óvenjulegu byrjun á deginum fékk Már hins vegar betri fréttir. Hann sagði frá því að allir keppendur á Ólympíumóti fatlaðra fengju gefins Samsung síma og heyrnatól, og að þjálfari sinn Steindór Gunnarsson væri mættur til japönsku höfuðborgarinnar. Sund Ólympíumót fatlaðra Tengdar fréttir Thelma Björg og Patrekur Andrés fánaberar Íslands Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir og hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson verða fánaberar Íslands á setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra sem fram fer í Tókýó. 21. ágúst 2021 18:01 Már Gunnars skoraði á Patrek í pílukastkeppni blindra Ólympíufarinn Már Gunnarsson heldur áfram að skemmta sér og öðrum með stórskemmtilegum innslögum sínum frá æfingabúðum íslenska hópsins sem keppir á Ólympíumóti fatlaðra. 20. ágúst 2021 09:30 Már Gunnars í stofufangelsi í Japan Það er passað upp á keppendur á Ólympíumóti fatlaðra og það er líka passað upp á það að þeir séu ekki þar sem þeir eiga ekki að vera. 19. ágúst 2021 10:00 Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið Sjá meira
Setningarathöfn leikanna er í Tókýó á morgun og fyrsti keppnisdagur Más er á föstudaginn þegar hann stingur sér til 50 metra skriðsunds. Már heldur áfram að senda frá sér skemmtileg innslög frá Tókýó á samfélagsmiðlum og greindi frá því að í morgun, þegar hann hugðist loksins sofa út eftir að hafa þurft að vakna snemma síðustu morgna til að æfa, hefði hann vaknað upp með andfælum eldsnemma. Ástæðan? Jú, Már var tekinn í lyfjapróf. Klippa: Már Gunnars vakinn snemma í Tókýó „Þar sem ég lá í rúmi mínu, djúpt í værum svefni, hrökk ég skyndilega upp þegar barið var harkalega á dyrnar að íbúðinni minni. Ég heyri rödd segja: „Hello, this is doping testing. Mister Már Gunnarsson.“ Mér leið eins og veröldin hefði hrunið. Ég hugsaði „Nei, ekki í dag. Ekki í dag!“ Á leikunum eru keppendur nefnilega teknir í lyfjapróf á keppnisdegi en einnig á degi utan keppni sem valinn er af handahófi, án þess að keppendur séu varaðir við. Eftir þessa óvenjulegu byrjun á deginum fékk Már hins vegar betri fréttir. Hann sagði frá því að allir keppendur á Ólympíumóti fatlaðra fengju gefins Samsung síma og heyrnatól, og að þjálfari sinn Steindór Gunnarsson væri mættur til japönsku höfuðborgarinnar.
Sund Ólympíumót fatlaðra Tengdar fréttir Thelma Björg og Patrekur Andrés fánaberar Íslands Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir og hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson verða fánaberar Íslands á setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra sem fram fer í Tókýó. 21. ágúst 2021 18:01 Már Gunnars skoraði á Patrek í pílukastkeppni blindra Ólympíufarinn Már Gunnarsson heldur áfram að skemmta sér og öðrum með stórskemmtilegum innslögum sínum frá æfingabúðum íslenska hópsins sem keppir á Ólympíumóti fatlaðra. 20. ágúst 2021 09:30 Már Gunnars í stofufangelsi í Japan Það er passað upp á keppendur á Ólympíumóti fatlaðra og það er líka passað upp á það að þeir séu ekki þar sem þeir eiga ekki að vera. 19. ágúst 2021 10:00 Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið Sjá meira
Thelma Björg og Patrekur Andrés fánaberar Íslands Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir og hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson verða fánaberar Íslands á setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra sem fram fer í Tókýó. 21. ágúst 2021 18:01
Már Gunnars skoraði á Patrek í pílukastkeppni blindra Ólympíufarinn Már Gunnarsson heldur áfram að skemmta sér og öðrum með stórskemmtilegum innslögum sínum frá æfingabúðum íslenska hópsins sem keppir á Ólympíumóti fatlaðra. 20. ágúst 2021 09:30
Már Gunnars í stofufangelsi í Japan Það er passað upp á keppendur á Ólympíumóti fatlaðra og það er líka passað upp á það að þeir séu ekki þar sem þeir eiga ekki að vera. 19. ágúst 2021 10:00
Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31