Lífið

Sarah Harding er látin

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Harding árið 2009.
Harding árið 2009. MJ Kim/AP

Breska tónlistarkonan Sarah Harding er látin, 39 ára að aldri. Hún lést úr brjóstakrabbameini sem hún hafði barist við frá því í ágúst á síðasta ári.

Móðir Söruh, Marie Harding, greindi frá andláti dóttur sinnar á Instagram og lýsti henni þar sem „bjartri og skínandi stjörnu.“

Harding var söngkona bresku hljómsveitarinnar Girls Aloud. Fyrr á þessu ári greindi hún frá því að læknar hefðu tjáð henni að síðastliðin jól yrðu hennar síðustu.

„Mörg ykkar vissu af baráttu Söruh við krabbamein og að hún barðist hetjulega frá greiningu til síðasta dags. Hún fór friðsamlega frá okkur í morgun,“ skrifaði móðir hennar á Instagram og þakkaði fyrir veittan stuðning.

„Það hafði mikla þýðingu fyrir Söruh og gaf henni mikinn styrk og huggun að vita að hún væri elskuð. Ég veit að hennar verður ekki minnst fyrir baráttu sína við þennan hræðilega sjúkdóm – hún var björt, skínandi stjarna og ég vona að þannig verði hennar minnst í staðinn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×