Almannavarnanefnd varar við því að kveikja opna elda.Getty
Almannavarnanefnd Austurlands hefur varað við því að opnir eldar verði kveiktir. Þá eru íbúar hvattir til að fara varlega í notkun gas- og kolagrilla auk verkfæra sem geta gefið frá sér neista.
Þetta er vegna hættu á gróðureldum í kjölfar mikilla þurrka sem hafa varið á Austurlandi síðustu vikur.
Fólk er einnig beðið um að henda ekki logandi vindlingum í þurran gróður og svo framvegis.
Í yfirlýsingu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Austurlandi segir þar að auki að vatnsból séu víða orðin vatnslítil vegna þurrkanna.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.