Sport

Dagskráin í dag: Undankeppni HM, golf og Blikastúlkur í Meistaradeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breiðablik á góðan möguleika á sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Breiðablik á góðan möguleika á sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Vísir/Hulda Margrét

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á sex beinar útsendingar í dag. Tveir leikir í undankeppni HM í knattspyrnu eru á dagskrá, Breiðablik heldur leið sinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar áfram og stór nöfn reima á sig golfskóna í níu holu góðgerðarkeppni svo eitthvað sé nefnt.

Dagurinn byrjar á Stöð 2 Sport þar sem að kvennalið Breiðabliks mætir króatíska liðinu Osijek klukkan 15:55. Þetta er fyrri leikur liðanna, en sigurvegari einvígisins fer áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Klukkan 18:35 eru tveir leikir í undankeppni HM á dagskrá. Á Stöð 2 Sport 2 mætast Danir og Skotar, og á Stöð 2 Sport 3 eru það Norðmenn og Hollendingar sem eigast við. Að þessum leikjum loknum er Markaþáttur HM 2022 á dagskrá á Stöð 2 Sport 2.

Klukkan 19:00 hefst útsending frá 2021 Tour Championship Charity Challenge á Stöð 2 Golf þar sem að frægir einstaklingar spila með atvinnukylfingum á góðgerðargolfmóti í svokölluðu „scramble“ fyrirkomulagi.

Þátturinn Babe Patrol lokar svo dagskránni klukkan 21:00 á Stöð 2 eSport. Þær Alma, Eva, Högna og Kamila munu taka yfir Twitchrás GameTíví og spila Warzone. Stelpurnar ganga undir nafninu BabePatrol og hafa það mottó að hafa gaman en stefna samt á sigra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×