Fótbolti

Guðrún Arnardóttir og Rosengård með bakið upp við vegg í Meistaradeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðrún Arnardóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Guðrún Arnardóttir í leik með íslenska landsliðinu. EPA-EFE/FILIPE FARINHA

Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru í erfiðri stöðu eftir 3-0 tap gegn Hoffenheim í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Guðrún spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård, en fyrsta mark leiksins skoraði Tinne De Caigny á 29. mínútu.

Laura Wienroither tvöfaldaði forystu Hoffenheim þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, áður en Chantal Hagel gulltryggði 3-0 sigur á þriðju mínútu uppbótartíma.

Það er því ljóst að Guðrún og liðsfélagar hennar eru í mjög þröngri stöðu fyrir seinni leikinn, en sigurvegari einvígisins vinnur sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.