Donda er loksins komin út Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2021 15:33 Kanye hér í hlustunarpartí fyrir plötu sína, Donda, á Mercedes Benz leikvanginum í Atlanta í síðasta mánuði. Kevin Mazur/Getty Tíunda hljómplata rapparans Kanye West er komin út. Platan ber nafnið Donda en hún er nefnd eftir móður Kanyes, Dondu West, sem lést árið 2007. Donda átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn en Kanye hélt svokallað hlustunarpartý á Mercedes-Benz leikvanginum í Atlanta þann dag. Daginn eftir viðburðinn bólaði þó ekkert á plötunni. Þann fimmta ágúst hélt Kanye annað hlustunarpartý á Mercedes Benz leikvanginum. Mikið var um dýrðir á viðburðinum en Kanye lofaði þá að platan kæmi út daginn eftir. Þó kom líklega fáum á óvart að platan kom ekki út sjötta ágúst. Kanye hélt sitt þriðja formlega hlustunarpartý vegna plötunnar Donda á fimmtudag í síðustu viku. Athygli vakti að Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkona Kanyes, kom óvænt fram í brúðarkjól í hlustunarpartýinu. Nú er platan loksins komin út og fagna því eflaust margir. Viðbrögð við plötunni hafa að mestu verið jákvæð meðal aðdáenda rapparans. Platan inniheldur heil 27 lög og er tæplega tveir klukkutímar að lengd. Bandaríkin Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Donda átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn en Kanye hélt svokallað hlustunarpartý á Mercedes-Benz leikvanginum í Atlanta þann dag. Daginn eftir viðburðinn bólaði þó ekkert á plötunni. Þann fimmta ágúst hélt Kanye annað hlustunarpartý á Mercedes Benz leikvanginum. Mikið var um dýrðir á viðburðinum en Kanye lofaði þá að platan kæmi út daginn eftir. Þó kom líklega fáum á óvart að platan kom ekki út sjötta ágúst. Kanye hélt sitt þriðja formlega hlustunarpartý vegna plötunnar Donda á fimmtudag í síðustu viku. Athygli vakti að Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkona Kanyes, kom óvænt fram í brúðarkjól í hlustunarpartýinu. Nú er platan loksins komin út og fagna því eflaust margir. Viðbrögð við plötunni hafa að mestu verið jákvæð meðal aðdáenda rapparans. Platan inniheldur heil 27 lög og er tæplega tveir klukkutímar að lengd.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira