Lífið

Britney Spears er þakklát fyrir kærastann

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Britney Spears og Sam Asghari kynntust árið 2016 og opinberuðu samband sitt ári síðar.
Britney Spears og Sam Asghari kynntust árið 2016 og opinberuðu samband sitt ári síðar. Getty/ Axelle/Bauer-Griffin

Sönkonan Britney Spears hefur síðustu ár staðið í erfiðri sjálfstæðisbaráttu. Fyrr í þessum mánuði náði hún stórum áfanga, þegar Jamie Spears faðir hennar ákvað að láta loksins af forræði yfir fjármálum hennar.

Britney hrósaði kærasta sínum, Sam Asghari, í færslu á Instagram. Hún kallaði hann sætan og þakkaði honum fyrir að vera til staðar fyrir hana „í gegnum erfiðustu ár lífs síns.“

Hún sagði að hann væri einnig mjög góður kokkur og vonar greinilega að hann fari út í leiklistina. 

„Fast & Furious, ekki missa af næstu stjörnunni ykkar,“ skrifaði hún við mynd af þeim saman.

Sam er frá Tehran í Íran og er fæddur árið 1994. Hann er fyrirsæta og einkaþjálfari og hefur búið í Los Angeles frá árinu 2006. Sam kynntist Britney þegar hann lék á móti henni í tónlistarmyndbandinu við lagið Slumber Party árið 2016. Þau opinberuðu samband sitt árið 2017 og hann hefur staðið þétt við bak hennar síðustu ár. 


Tengdar fréttir

„Ég var orðin of með­vituð um líkama minn“

Tónlistarkonan Britney Spears opnaði sig um líkamsímynd sína á Instagram á dögunum. Brjóstamyndir sem hún hefur birt af sjálfri sér hafa vakið athygli aðdáenda, en hún segir myndirnar tengjast ákveðinni frelsun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.