Innlent

Atvinnuleysi minnkar milli mánaða og ára

Árni Sæberg skrifar
Hagstofa Íslands tekur saman tölur um atvinnuleysi í hverjum mánuði.
Hagstofa Íslands tekur saman tölur um atvinnuleysi í hverjum mánuði. Vísir/Vilhelm

Atvinnuleysi var 5,2 prósent í júlí samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi dróst saman um 0,4 prósent milli júní og júlí. Atvinnulausum fækkar því um 900 milli mánaða.

Atvinnuleysi í júlí í fyrra var 7,7 prósent og minnkar því um 2,5 prósentustig milli ára. Hlutfall starfandi hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða og 1,9 prósent milli ára. 

Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 78,7 prósent og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 74,8 prósent.

Hagstofan áætlar að 215.400 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára hafi verið á vinnumarkaði í júlí 2021 sem jafngildir 81,5 prósent atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu hafi 206.600 verið starfandi og 8.800 atvinnulausir og í atvinnuleit. 

Hlutfall starfandi af mannfjölda hafi verið 78,2 prósent og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli 4,1 prósent. Starfandi hafi unnið að jafnaði 38,6 stundir í júlí 2021. Samanburður við júlí 2020 sýni að atvinnuleysi hafi dregist saman um 2,2 prósentustig á milli ára og hlutfall starfandi aukist um 3,1 prósentustig.

Þá er áætlað að 21.900 einstaklingar hafi haft óuppfyllta þörf fyrir atvinnu í júlí 2021 sem jafngildir 9,9 prósent af vinnuafli og mögulegu vinnuafli. Af þeim hafi 40,3 prósent verið atvinnulausir, 21,7 prósent tilbúnir að vinna en ekki að leita, 9,2 prósent í vinnuleit en ekki tilbúnir að vinna og 28,8 prósent vinnulitlir.

Samanburður við júlí 2020 sýni að hlutfall þeirra sem hafa óuppfyllta þörf fyrir atvinnu hafi lækkað um 2,1 prósentustig á milli ára.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×