Bíó og sjónvarp

Marvel frumsýnir stikluna fyrir Eternals

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Angelina Jolie er gædd gylltum kröftum í kvikmyndinni Eternals.
Angelina Jolie er gædd gylltum kröftum í kvikmyndinni Eternals. Youtube

Marvel frumsýndi í dag stikluna fyrir ofurhetjumyndina Eternals. Angelina Jolie er þar í aðalhlutverki en hún fer með hlutverk Thenu í myndinni.

Eternals er nýr hópur ofurhetja í kvikmyndasöguheimi Marvel. Eternals gerist strax í kjölfarið á Avengers Endgame og fjallar um hóp ódauðlegra ofurvera sem farið hafa leynt á jörðinni í þúsundir ára. 

Margir bíða spenntir eftir kvikmyndinni en á meðal leikara eru ásamt Jolie þau Salma Hayek, Kit Harington, Richard Madden, Gemma Chan, Kumail Nanjiani og Brian Tyree Henry. Frumsýning er 5. nóvember næstkomandi en myndina átti upprunalega að sýna í nóvember í fyrra.

„Við höfum elskað þetta fólk síðan við komum hingað. Ef þú elskar eitthvað, þá verndar þú það,“ segir Angelina Jolie í stiklunni, sem sjá má hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Faraldurs-stíflan brestur loksins í haust

Frumsýningum fjölmargra kvikmynda hefur verið frestað á tíma nýju kórónuveirunnar en nú virðist sem að stíflan sé að bresta. Fram að jólum verða fjölmargar efnilegar kvikmyndir frumsýndar (vonandi).
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.