Lífið samstarf

Gyðjan fetar nýjar slóðir við uppbyggingu á bættri heilsu og auknu sjálfstrausti

House of Beauty
Sigrún Guðjónsdóttir hefur byggt upp líkamsmeðferðarstofuna House of Beauty.
Sigrún Guðjónsdóttir hefur byggt upp líkamsmeðferðarstofuna House of Beauty.

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir er konan á bak við líkamsmeðferðarstofuna The House of Beauty. „Það skemmtilegasta sem við gerum er að hjálpa fólki við að bæta heilsuna og auka sjálfstraustið.“

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir er hvað þekktust fyrir að hafa ung að aldri stofnað íslenska hönnunarmerkið Gyðju Collection og hannað fjöldann allan af vörum sem slógu í gegn hérlendis og víða um heim á sínum tíma. Hún á og rekur líkamsmeðferðarstofuna The House of Beauty, sem á stuttum tíma hefur orðið vinsæll viðkomustaður Íslendinga sem vilja bæta líkamlegt form og heilsu.

„Það er svo skemmtilegt hvernig lífið oft breytir um stefnu og þróast út í eitthvað dásamlegt eins og líkamsmeðferðarstofan The House of Beauty er fyrir mér í dag,“ segir Sigrún Lilja, sem fagnaði þriggja ára afmæli stofunnar í vor og stækkun hennar.

Árangur viðskiptavina hefur þótt mikill og vakið eftirtekt

„Við þrýstum ekki á fólk að birta myndirnar af sér og fara margir í gegn með glæstan árangur sem aðeins þeir vita af. Það fylgir bara trúnaðinum og er algjörlega eðlilegt miðað við það sem við sérhæfum okkur í, sem eru líkamsmeðferðir. En svo er alltaf sumir sem eru til í að leyfa okkur að birta myndirnar og leyfa fólki að sjá hvað við erum að gera alla daga og okkur þykir mjög vænt um það,“ segir Sigrún.

Ein af nýjustu árangurssögunum er frá Súsönnu Ósk. „Súsanna var svo yndisleg að leyfa okkur að deila hennar árangri. Hún byrjaði hjá okkur í meðferðum í september sl. með það að markmiði að bæta heilsuna og daglega verki.

En hún kom til okkar sárþjáð og gekk nærri með göngugrind eins og hún segir frá sjálf í viðtalinu.

Árangurinn hennar er glæsilegur en núna mætir hún upprétt með bros á vör til okkar og full af orku í tímana sína. Munurinn frá því að hún gekk fyrst inn haltrandi og gat varla gengið upprétt er í raun ótrúlegur. Að auki hefur hún misst 91 cm í ferlinu sem er góður bónus, Segir Sigrún.

Mælingar Súsönnu.

„Sögur eins og Súsönnu eru ástæða þess að við erum alltaf tilbúin að leggja hart að okkur við að aðstoða viðskiptavini af fremsta megni til að ná hámarksárangri. Slagorðið okkar er: „Þinn árangur er okkar markmið.“ Það má með sanni segja að við viljum að þeir sem komi til okkar nái árangri,“ segir hún.

Súsanna seir hér frá:Fjölda fyrir og eftir mynda viðskiptavina The House of Beauty má sjá á instagrammi stofunnar

Hér má sjá frábærarn árangur eftir meðferðir hjá House of Beauty.

Ný meðferð sýnir árangur á hraða sem aldrei fyrr

Sigrún hefur nú bætt við glænýrri og byltingarkenndri meðferð sem nefnist Msculpta PRO. Meðferðin byggir upp vöðva og losar fitu á undarverðan hátt með rafsegulbylgjum.

„Mscultpa PRO er gríðarlega öflug meðferð til að byggja upp vöðva og brenna fitu með nýrri og byltingarkenndri rafsegultækni eða svokallaðri HIFEM tækni.“ Segir Sigrún og heldur áfram.

„Mscultpa PRO meðferðin er með þeim öflugri sem við höfum komist í tæri við á þessu sviði, að byggja upp og móta vöðva ásamt því að brenna fitu. Við byrjuðum að prufa hana á starfsfólkinu til að sjá með berum augum hvaða árangri við mætti búast en ekki bara samkvæmt því sem framleiðandi auglýsir áður en við settum meðferðina í sölu og árangurinn er í raun alveg undraverður. Við trúðum því eiginlega ekki hve hratt þessi meðferð mótar líkamann og styrkir vöðva. Við erum nýbúin að opna fyrir bókanir í þessa meðferð og þeir sem eru byrjaðir í prógrammi eiga varla orð yfir árangrinum, Segir hún.

Msculpta Pro er ný meðferð hjá House of Beauty. 

Msculpta pro sem notar High-Intensity Focused Electromagnetic technology (HIFEM) er með 4 handföngum til að ná fram enn betri árangri til að byggja upp, styrkja og tóna vöðva á kvið, rassi, lærum, kálfum eða handleggjum til að ná fram bestu mögulegu vöðvamótuninni og uppbyggingunni með því að framkalla um 50.000, 100% samdrætti vöðva sem annars er ekki mögulegt fyrir líkamann. Meðferðin er talin jafnast á við að gera 50.000 uppsetur (kvið) eða hnébeygjur (rass) á 30 mínútum meðan þú liggur og slakar á.

En hvaða svæði er hægt að meðhöndla með Msculpta PRO? „Þrátt fyrir að vera nýbyrjuð með þessa meðferð þá sjáum við strax að kviður og rassinn verða allra vinsælustu svæðin. Á maganum er bæði verið að vinna að því að framkalla sýnilega kviðvöðva ásamt því að meðferðin þéttir slitna kviðvöðva eftir t.d. barnsburð sem að hingað til hefur oftast aðeins verið hægt að laga með aðgerð. En við erum að sjá að meðferðin er að ná gríðarlegri þéttingu á gliðnuðum kviðvegg og kviðvöðvum á nokkrum skiptum sem er alveg magnað. 

Svo er það auðvitað til að byggja kúlurassinn. En meðferðin byggir upp rass vöðvana til að fá stærri, stinnari og mótaðri rass og hefur því gjarnan verið líkt við svokallaðri brazilian buttlift meðferð og starfsfólkið sem hefur prufað það trúir vart sínum eigin augum hvað við erum að ná fram mikilli lyftingu og stinningu á 4-6 skiptum. En þar sem meðferðin er með fjögur handföng vinnum við líka með aukasvæði í hverri meðferð sem oftar en ekki eru þá læri, hendur, axlir eða kálfar,“ Segir Sigrún. Hvað er mælt með mörgum tímum?

„Mælt er með því að taka 4-6 skipti á svæðin sem verið er að meðhöndla með 2-3 daga millibili til að sjá góðan árangur og að taka svo eitt skipti um 6-8 vikum síðar. Árangur kemur fljótt í ljós og oft eftir aðeins 1-2 skipti en endanlegur árangur sést 3-6 vikum eftir að meðferðarprógrammi lýkur. Sumir þurfa þó fleiri skipti til að sjá hámarksárangur.“ Segir hún Sjá nánar um Msculpta pro hér.

Covid lokanir nýttar til að stækka

Stofan er öll hin glæsilegasta eftir stækkun og endurbætur.

„Fljótlega eftir að við opnuðum kom í ljós að húsnæðið var of lítið miðað við eftirspurn, þrátt fyrir rúman opnunartíma. Við erum með opið virka daga, frá morgni og oftast til klukkan 22.00 eða 23.00 á kvöldin og einnig um helgar. Samt var fjögurra vikna bið í meðferðir hjá okkur. Því var ákveðið að stækka stofuna og við nýttum tímann í COVID-lokunum til þess,“ segir Sigrún.

The House of Beauty er í Fákafeni 9 og líkamsmeðferðarstofan er öll hin glæsilegasta. Kristalsljóskrónur, speglaflísar og glamúrlúkk með klassísku ívafi skapa þægilegt og afslappað andrúmsloft. „Sköpunargáfan fékk að njóta sín töluvert í þessu verkefni. Ég lét sérframleiða fyrir mig húsgögn erlendis og einnig lét ég sérframleiða speglaflísar sem prýða stóra veggi á göngum stofunnar,“segir Sigrún.

Glæsilegur speglaveggur setur mikinn svip á stofuna. 
Hlýlegheit og notalegt andrúmsloft tekur á móti gestum. 

Meðferðin sem hjálpar gigtarsjúklingum

„Ein af okkar allra vinsælustu meðferðum er Lipomassage Silkligth, ein öflugasta sogæðameðferð sem hægt er að komast í. Fyrir utan að hafa gríðarlega öflug áhrif á mótun líkama, appelsínuhúð, bjúgsöfnun og staðbundna fitu, þá er þetta meðferðin sem margir kjósa að fara í til að halda niðri verkjum, t.d. vegna gigtar- eða stoðkerfisvandamála. 

Við fáum marga gigtarsjúklinga til okkar vikulega sem ná að halda niðri verkjum með því að koma í þessa meðferð. Lipomassage meðferðin bætir blóðflæði og dregur úr bólgum og bjúg. Það skemmtilegasta við starfið er að sjá fólk ná góðri heilsu á ný. Eftir að hafa sjálf misst heilsuna og þurft að berjast fyrir því að ná henni aftur þá fyrst gerði ég mér grein fyrir því hversu dýrmæt heilsan er. Ég brenn fyrir því að aðstoða fólk við að byggja upp heilsuna og þessi meðferð er þar gríðarlega öflugt tæki, enda skipta jákvæðar reynslusögur í dag örugglega hundruðum,“ segir Sigrún.

Lipomassage Silkligth er ein öflugasta sogæðameðferð sem hægt er að komast í.Ekki krafa um hreyfingu eða sérstakt mataræði

„Við gerum enga sérstaka kröfu um hreyfingu eða mataræði, enda eru þeir sem koma til okkar eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir geta einfaldlega ekki hreyft sig og þurfa því aðstoð okkar til að byggja líkamann upp. En við gefum góð ráð hvað varðar t.d. vatnsdrykkju, gufu, góða næringu og ýmis önnur trix til að bæta heilsuna og hjálpa við að hámarka árangur hvers og eins. Svo hvetjum við viðskiptavini til dáða í ferlinu og það hefur alltaf jákvæð áhrif líka,“ segir Sigrún.

En eru meðferðir The House of Beauty fyrir alla?„Nei er stutta svarið. Þumalputtareglan er sú að þinn árangur er okkar markmið. Ef tilskilinn árangur næst ekki fljótlega eftir að prógramm hefst er mikilvægt að láta meðferðaraðila vita svo hægt sé að gera breytingar á prógramminu. Við erum eins misjöfn og við erum mörg og líkami okkar bregst mismunandi við. Fókusinn hjá okkur er ekki sá að viðskiptavinir missi ákveðinn fjölda kílóa heldur aðstoðum við þá við að vinna á staðbundnum breytingum á fitusöfnun, slappri húð, bjúg, bólgum, slitum og ýmsu öðru. Við fókusum frekar á að árangur sjáist með berum augum og á myndum heldur en að missa ákveðinn fjölda kílóa. Árangur byggist á samstarfi meðferða, meðferðaraðila og viðskiptavinar,“ Segir hún.

Heildar Makeover

Vinsælustu pakkarnir hjá The House of Beauty eru svokallaðir Makeover- pakkar þar sem viðkomandi mætir í valdar meðferðir nokkrum sinnum í viku í nokkrar vikur með ákveðið markmið í huga. 

„Við erum t.d. með Húð- og styrkingar makeover, Húð- og grenningar makeover, Heilsueflingu og Tummy tuck sem dæmi. Eftir lokanir í COVID þráir fólk að koma heilsunni og líkamsforminu í lag. Til að aðstoða fólk við að finna hvaða meðferð eða pakki hentar best bjóðum við upp á fría mælingu og ráðgjöf án allra skuldbindinga,“ segir Sigrún og heldur áfram: „Árangur er alltaf persónubundinn og er samstarfsverkefni meðferðaraðila og viðskiptavinar. Við gefum tækin, tólin og góð ráð en svo er það á ábyrgð viðkomandi að fara eftir leiðbeiningum til að aðstoða við útkomu meðferðanna,“ segir Sigrún Lilja að lokum.

Hraðtilboð til miðnættis í kvöld

The House of Beauty er með hraðtilboð eða 25% af öllum meðferðum og makeover pökkum til miðnættis í kvöld laugardaginn 14. ágúst, á hraðtilboði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.