Lífið

Stjörnulífið: Sólinni og öllum litum regnbogans fagnað

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum á Instagram.
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum á Instagram.

Samfélagsmiðlar hafa sjaldan eða aldrei verið eins litríkir og í liðinni viku en fjölbreytileikanum var fagnað á Hinsegin dögum 3. - 8. ágúst.

Sú gula og góða hélt áfram að gleðja landann svo það mætti kannski segja að sólin og regnboginn hafi verið aðalstjörnur vikunnar.

Crossfitstjarnan Katrín Tanja nýtur lífsins á Hawaii með kærastanum sínum, íshokkíkappanum Brooks Laich. 

Inga Lind fagnaði því að hafa náð vinkonu sinn, Áslaugu Huldu Jónsdóttur, með sér í golfið. 

Náði þessari konu loksins út á golfvöll í dag og er svona glöð!!! Ps. Hún var stórkostleg. Ekkert minna.

Regbogamerkið átti svo sannarlega sviðið á samfélagsmiðlum. 

Fírum upp í þessu! Hleypum gleðinni inn. Gleðilega hinsegin daga kæru landsmenn!

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hvetur fólk til þess að standa vörð um fjölbreytileikann og sjálfsögð mannréttindi því að hvorugt sé sjálfgefið. 

Silja Björk rithöfundur og baráttukona birti mynd af sér í regnbogapeysu og deildi einlægum og hvetjandi skilaboðum. 

Það er ALDREI of seint að uppgötva kynhneigð sína, segja frá henni, lifa henni og kynnast henni. Ég hef alltaf vitað að ég elska öll, stelpur, stráka, stálp og öll þar á milli en vegna viðvarandi fordóma innan sem utan hinsegin samfélagsins gagnvart tví- og pankynhneigðu fólki - lifði ég lífinu til hálfs í 26 ár.

Fasteignasalinn og áhrifavaldurinn Hrefna Dan fagnar fjölbreytileikanum og birti fallega mynd af sér við regnbogann á Skólavörðustíg. 

Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime óskar fólki til hamingju með Hinsegin dagana og skálar að sjálfsögðu í litríkan kokteil.  

Listakonan Rakel Tómasdóttir, sem er þekkt fyrir að klæðast yfirleitt dökkum fötum, birti mynd af sér svartklæddri þar sem hún þakkar fyrir það að fá að vera eins og hún er. 

Ykkar kona, jafn litrík og alltaf á hinsegindögum.  Án djóks samt, vá hvað ég er þakklát fyrir að fá að vera eins og ég er og þá vegferð sem þetta hinseginlíf hefur verið. Þetta var mikið basl á sínum tíma, mér fannst ógeðslega erfitt að koma út úr skápnum fyrir sjö árum síðan, en það er það allra besta sem ég hef gert fyrir mig sjálfa og allt fólkið í kringum mig.

Discodívan, tískugyðjan og plötusnældan Dóra Júlía birti fallega og litríka mynd af sér og kærustu sinni, Báru Gumm. Dóra hvetur fólk til að fræðast, samþykkja og dreifa ást og gleði. 

Páll Óskar segist leiður yfir því að hafa ekki getað staðið í undirbúningi fyrir Gleðigönguna annað árið í röð. 

En munið! Við höfum gengið í gegn um margt verra en þetta. Við komumst í gegnum þetta líka. Hlakka til að sjá ykkur öll í fullum skrúða þegar aðstæður leyfa. Gleðilega hinsegin helgi.

Forsetafrúin Eliza Reid fagnar hinseginleikanum á Hinsegin dögum. 

Ásmundur Einar barnamálaráðherra birti mynd af sér sem hann merkti með regnbogatákninu. 

Sunnudagur til sælu.

Pálmar Ragnarsson fyrirlesari er þessa dagana að kljúfa Mount Kenya en hann birti mynd af sér í gær þar sem hann er staddur í 3950 metra hæð. 

Fyrirsætan Andrea Röfn nýtur sín vel í Bostonborg. 

Kokkurinn og fagurkerinn Helga Gabríela birti fallega mynd af mánaðargömlum syni sínum honum Mána. Helga er eiginkona fjölmiðlamannsins Frosta Logasonar.  

Erna Kristín var geislandi og naut lífsins til hins ítrasta í sólinni á Tenerife.

Förðunarfræðingurinn og vörumerkjastjórinn Erna Hrund tilkynnti í vikunni um tilvist lítils laumufarþega en hún og kærasti hennar, Jón Kristófer, eiga von á stelpu í lok árs. 

Erna segir meðgönguna hafa gengið mjög vel og aldrei hafa verið í svo góðu andlegu jafnvægi. 

Leikkonan Unnur Eggerts er mætt aftur til Íslands þar sem hún mun starfa sem kosningastjóri Vinstri grænna. Unnur segist spennt og stolt. 

Áhrifavaldurinn og þjálfarinn Alexandra Sif deilir fallegri og sumarlegri fjölskyldumynd. 

Rúrik naut sín vel í fjallgöngu en eins og svo margir Íslendingar þá var hann staddur á Tenerife í fríi.  

Jóhanna Guðrún birti mynd af sér úr Brekkusöngnum úr Eyjum. 

Svala Björgvins og kærasti hennar Kristján Einar voru sumarleg og sæt við höfnina. 

Hreimur og Ólafur Darri skála fyrir afmælisdegi Freysa félaga síns. 

Bubbi með sinni heittelskuðu, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, að njóta í íslenskri náttúru. 

Talandi um íslenska náttúru. Hér er kóngurinn í essinu sínu með gítarinn sinni og í veiði. Undir myndina birtir hann regnbogamerkið og skrifar, #þessifallegidagur. 

Camilla Rut viðraði sig og fjölskylduna í blíðunni. 

Bjóst ekki við þessum hita í dag svo ég vippaði mér í stullurnar, skiptitaskan yfir, reif eldri strákinn úr peysunni og smellti sólarvörn á alla. Ég náði reyndar ekki að greiða mér en eiginmaðurinn tók kúrekahattinn með, það er fyrir öllu.

Áhrifavaldurinn Sunneva Einars var stórglæsileg á 25 ára afmælisdaginn.  

Guðlaugur Þór skellti sér út í Viðey með ástinni sinni Ágústu Johnson. 

Eiður Smári birti mynd af sér og fótboltastjörnunni Messi. Undir myndina skrifar hann:

I shared the same ground with Messi, no words.

Þórunn Antonía söngkona og ofurskvísa geislaði í sólinni í Króatíu. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.