Tónlist

Föstudagsplaylisti Skratta

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Hætta er á álagningu.
Hætta er á álagningu.

Skrattar hófu upprunalega störf árið 2015 sem tvíeyki og vöktu fljótt athygli fyrir hömlulausa sviðsframkomu og almennan usla. Skrattstjórar voru Guðlaugur Halldór Einarsson og Karl Torsten Ställborn en smám saman bættist við vaktina.

Nú mynda sveitina auk upprunalegra meðlima þeir Sölvi Magnússon, Jón Arnar Kristjánsson og Kári Guðmundsson. Þeir röðuðu í sameiningu upp föstudagslagalista, smell eftir smell, hvell eftir hvell.

Hellraiser IV er titill komandi plötu sveitarinnar, sem kemur út þann 20. ágúst á vegum bbbbbb recors. Forsala á henni hófst í dag.

Fyrir viku síðan kom út myndband við lagið Ógisslegt, aðra smáskífu plötunnar.

Hér að neðan má hlýða á lagalistann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.