Íslenski boltinn

Sjáðu markið sem dómarinn tók af unga Garð­bæingnum og markið mikil­væga í leik Vals og KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn fagna Tryggva Hrafni Haraldssyni eftir að hann skoraði sigurmarkið á móti KR í gær.
Valsmenn fagna Tryggva Hrafni Haraldssyni eftir að hann skoraði sigurmarkið á móti KR í gær. Hafliði Breiðfjörð

Fimmtándu umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta lauk í gær með þremur leikjum og það var nóg skorað í fyrri hálfleiknum í tveimur leikjum. Hér má sjá öll mörkin frá því í gærkvöldi.

Valur styrkti stöðu sína á toppnum með sigri á nágrönnunum og erkifjendunum í KR, Stjarnan rúllaði yfir Skagamenn sem líta ekki vel út og HK-ingar bitu frá sér með frábærum sigri á FH í Kaplakrika.

Í leikjunum í Garðabæ og Hafnarfirði voru skoruðu átta mörk í fyrri hálfleiknum. HK og Stjarnan voru yfir í hálfleik og bættu síðan bæði við einu marki í seinni hálfleik.

Magnus Anbo Clausen skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í 4-0 sigri á ÍA og Hilmar Árni Halldórsson eitt. Hinn ungi Eggert Aron Guðmundsson hélt að hann hefði skorað fyrsta markið en dómari leiksins skráði það sem sjálfsmark.

Hinn sautján ára gamli Eggert Aron gerði mjög vel með að koma sér í skotfæri en skotið hans hafði viðkomu í tveimur Skagamönnum og dómarinn skráði markið sem sjálfsmark á Óttar Bjarna Guðmundsson.

Birnir Snær Ingason skoraði tvö mörk í 4-2 sigri HK á FH en FH-komst samt yfir eftir 50 sekúndur með marki Jónatans Inga Jónssonar. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði metin í 2-2 en mark Birnis í uppbótartíma fyrri hálfleiks breytti miklu fyrir HK. Arnþór Ari Atlason og Atli Arnarson skoruðu hin mörkin.

Eina markið í leik Vals og KR skoraði hins vegar varamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson sextán mínútum fyrir leikslok.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr öllum þremur leikjunum.

Klippa: Mörkin úr leik FH og HK 4. ágúst
Klippa: Markið úr leik Vals og KR
Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og ÍAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.