Tvöfalt fleiri reyndust smitaðir í Herjólfi Elma Rut Valtýsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 2. ágúst 2021 13:07 Ljóst er að þrjátíu erlendir ferðamenn voru smitaðir um borð í Herjólfi í fyrradag. Vísir/Vilhelm Þrjátíu ferðamenn eru komnir í farsóttahús eftir að hafa greinst með kórónuveiruna um borð í Herjólfi. Hópurinn hafði áður gert tilraun til að ferðast til Vestmannaeyja en kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður húsanna. „Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur, margir hafa komið á undanförnum dögum og í gær fengum við stóran hóp sem hafði áður reynt að fara til Vestmannaeyja,“ segir Gylfi en fólkið var á leið til Eyja þegar einn fór að finna fyrir einkennum. Allir reyndust þá vera smitaðir og sendir til baka í einangrun í farsóttahúsi. Greint var frá því í gær að fimmtán hafi smitast um borð í Herjólfi, en ljóst er að þeir voru tvöfalt fleiri. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs sagði í samtali við Vísi í gær að einn úr hópnum hefði byrjað að finna fyrir einkennum skömmu fyrir ferðina til Vestmannaeyja og hópurinn því ákveðið að fara í sýnatöku. Þau hafi samt sem áður haldið af stað til Eyja áður en niðurstöður höfðu borist. Þegar hópurinn var kominn til Vestmannaeyja fengu fimmtán meðlimir hópsins jákvæða niðurstöðu. Ferðamennirnir héldu sér einangruðum inni í rútu og fóru þeir með Herjólfi aftur til Landeyjarhafnar. Um 250 manns eru nú í einangrun í farsóttahúsunum í Reykjavík og um 160 í sóttkví. Gylfi segist gera ráð fyrir að hægt verði að fækka farsóttahúsum þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi en hún kveður á um að farsóttahús verði framvegis aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. „Þá munum við hugsanlega geta farið að loka húsum hægt og rólega og flytja starfsemina á færri staði sem mun létta mikið undir með okkur vegna þess að við erum að senda starfsfólk út og suður og um allar koppagrundir þannig að það verður mun þægilegra fyrir okkur. Vonandi getum við þá lokað einhverjum húsum,“ segir Gylfi. Aðspurður segir hann verslunarmannahelgina hafa gengið prýðilega, þó mikið hafi verið að gera. „Það hefur svo sem ekki verið neitt froðudiskó hjá okkur en það er búið að ganga mjög vel,“ segir hann. Herjólfur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
„Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur, margir hafa komið á undanförnum dögum og í gær fengum við stóran hóp sem hafði áður reynt að fara til Vestmannaeyja,“ segir Gylfi en fólkið var á leið til Eyja þegar einn fór að finna fyrir einkennum. Allir reyndust þá vera smitaðir og sendir til baka í einangrun í farsóttahúsi. Greint var frá því í gær að fimmtán hafi smitast um borð í Herjólfi, en ljóst er að þeir voru tvöfalt fleiri. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs sagði í samtali við Vísi í gær að einn úr hópnum hefði byrjað að finna fyrir einkennum skömmu fyrir ferðina til Vestmannaeyja og hópurinn því ákveðið að fara í sýnatöku. Þau hafi samt sem áður haldið af stað til Eyja áður en niðurstöður höfðu borist. Þegar hópurinn var kominn til Vestmannaeyja fengu fimmtán meðlimir hópsins jákvæða niðurstöðu. Ferðamennirnir héldu sér einangruðum inni í rútu og fóru þeir með Herjólfi aftur til Landeyjarhafnar. Um 250 manns eru nú í einangrun í farsóttahúsunum í Reykjavík og um 160 í sóttkví. Gylfi segist gera ráð fyrir að hægt verði að fækka farsóttahúsum þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi en hún kveður á um að farsóttahús verði framvegis aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. „Þá munum við hugsanlega geta farið að loka húsum hægt og rólega og flytja starfsemina á færri staði sem mun létta mikið undir með okkur vegna þess að við erum að senda starfsfólk út og suður og um allar koppagrundir þannig að það verður mun þægilegra fyrir okkur. Vonandi getum við þá lokað einhverjum húsum,“ segir Gylfi. Aðspurður segir hann verslunarmannahelgina hafa gengið prýðilega, þó mikið hafi verið að gera. „Það hefur svo sem ekki verið neitt froðudiskó hjá okkur en það er búið að ganga mjög vel,“ segir hann.
Herjólfur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira