Enski boltinn

Keyptur til Leeds úr norsku úrvalsdeildinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Í leik með U21 árs landsliði Noregs.
Í leik með U21 árs landsliði Noregs. vísir/Getty

Norski markvörðurinn Kristoffer Klaesson er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Leeds United.

Klaesson kemur til Leeds frá norska úrvalsdeildarliðinu Valerenga og gerir fjögurra ára samning við Leeds.

Talið er að norska félagið fái 1,6 milljónir punda í sinn hlut fyrir félagaskiptin.

Klaesson er tvítugur að aldri líkt og aðalmarkvörður Leeds, Frakkinn Ilan Meslier.

Þrátt fyrir ungan aldur á Klaesson 55 leiki að baki í norsku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur verið aðalmarkvörður Valerenga undanfarin þrjú ár.

Íslenski sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson er á mála hjá Valerenga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.