Sport

Bein útsending: Annar keppnisdagur okkar fólks á heimsleikunum í CrossFit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson er til alls líklegur á heimsleikunum í ár. Hann þarf að eiga góðan dag í dag.
Björgvin Karl Guðmundsson er til alls líklegur á heimsleikunum í ár. Hann þarf að eiga góðan dag í dag. Instagram/@bk_gudmundsson

Eftir hvíldardag í gær þá er komið að öðrum keppnisdegi í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í CrossFit og það má fylgjast með keppninni í beinni hér á Vísi.

Ísland á fjóra keppendur á fullorðinsflokki á heimsleikunum í ár. Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki og í kvennaflokki keppa þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir.

Björgvin Karl átti mjög góðan fyrsta dag þar sem hann var aðeins fimmtán stigum frá toppsætinu mætir til leiks í dag í fjórða sætinu.

Katrín Tanja er í sjötta sæti hjá konunum en Anníe Mist er tólfta. Þuríður Erla er í nítjánda sæti en aðeins tuttugu efstu komast í gegnum niðurskurðinn inn á lokadag keppninnar á sunnudaginn.

Alls fara fimm greinar fram á heimsleikunum í dag og er dagskráin eftirfarandi. Fyrsta greinin, sú fimmta á leikunum, á að hefjast klukkan fjögur.

Dagskráin á heimsleikunum í dag 30. júlí

 • Fimmta grein
 • Karlar klukkan 16.00 að íslenskum tíma
 • Konur klukkan 16:45 að íslenskum tíma
 • Sjötta grein
 • Karlar klukkan 18.40 að íslenskum tíma
 • Konur klukkan 19:16 að íslenskum tíma
 • Sjöunda grein
 • Karlar klukkan 19.52 að íslenskum tíma
 • Konur klukkan 20:32 að íslenskum tíma
 • Áttunda grein
 • Karlar klukkan 21.30 að íslenskum tíma
 • Konur klukkan 22:00 að íslenskum tíma
 • Níunda grein
 • Karlar klukkan 23.36 að íslenskum tíma
 • Konur klukkan 00:06 að íslenskum tíma

Hér fyrir neðan má síðan sjá beinar útsendingar frá keppninni en inn á milli fer einnig fram keppni hjá liðum. Í fyrra myndbandinu er fyrsta greinin en hinar greinarnar verða síðan sýndar í neðra myndbandinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.