Innlent

Reynir Pétur munnhörpuleikari með meiru

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Reynir Pétur Ingvarsson, sem finnst fátt skemmtilegra að spila á munnhörpuna sína.
Reynir Pétur Ingvarsson, sem finnst fátt skemmtilegra að spila á munnhörpuna sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Munnharpa og munnhörpulög eiga allan hug Reynis Péturs Ingvarssonar á Sólheimum í Grímsnesi, en hann spilar bæði frumsamin lög og lög eftir aðra. Þá spilar hann stundum fyrir gesti á Sólheimum.

Reynir Pétur Ingvarsson, sem verður 73 ára í haust er einn þekktasti íbúa Sólheima enda búin að eiga heima þar í tugi ára. Reynir Pétur er þekktastur fyrir Íslands göngu sína hringinn í kringum landið 1985 þegar hann safnaði peningum fyrir byggingu íþróttaleikhúsi á Sólheimum. 

Nú er aðal áhugamálið hans að spila á munnhörpu daginn út og daginn inn.

„Þetta hjálpar mér að fljóta í gegnum tilveruna og munnharpan gefur mér mikið. Ég er með músík forrit heima í tölvunni og þar get ég leikið mér að búa til tónlist og klippa til,“ segir Reynir Pétur og bætir strax við.

„Munnharpan er voðalega þægilegt hljóðfæri. Ég hef líka verið að spila lög eftir aðra og svo líka lög eftir sjálfan mig.“

Reynir Pétur notar hvert tækifæri þegar það koma hópar í heimsókn á Sólheima að spila á munnhörpuna fyrir fólkið og fær alltaf góðar viðtökur.

Hann hefur líka gefið út sérstakan munnhörpu disk þar sem hann spilar öll lögin sjálfur. En er hann búin að selja marga diska?

„Já, ég er næstum því búin að selja 200 diska, það er bæði hægt að kaupa þá beint hjá mér eða í versluninni á Sólheimum“.

Reynir Pétur spilar oft fyrir gesti og gangandi á Sólheimum og hefur fólk allt mjög gaman af því að sjá hann spila.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.