Sport

Halda 2032 Ólympíu­leikana án mót­fram­boðs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Thomas Bach, forseti IOC, staðfesti í dag að ÓL 2032 færu fram í Brisbane.
Thomas Bach, forseti IOC, staðfesti í dag að ÓL 2032 færu fram í Brisbane. Michael Kappeler/Getty Images

Alþjóða Ólympíunefndin, IOC, staðfesti í dag, að Ólympíuleikarnir 2032 sem og Ólympíuleikar fatlaðra myndu fara fram í Brisbane í Ástralíu.

Ólympíuleikarnir verða ekki eini stóri íþróttaviðburðurinn sem mun fram fara í Brisbane á næstu árum. HM kvenna í körfubolta mun fara þar fram 2022 og HM kvenna í knattspyrnu ári síðar. Þá mun heimsmeistaramótið í hjólreiðum fara þar fram á næsta ári.

Ólympíuleikarnir verða frá 23. júlí til 8. ágúst og Ólympíuleikar fatlaðra frá 24. ágúst til 5. september. Alls verður 37 keppnisstaðir á leikunum.

„Hugsjón 2032 leikanna í Brisbane passar inn í langtíma félags- og efnahagslega þróun Queensland og Ástralíu yfir höfuð,“ sagði Thomas Bach, forseti IOC, er tilkynnt var hvar leikarnir færu fram árið 2032.

Bach er staddur í Tókýó í Japan þar sem leikarnir fara fram í sumar. Upphaflega áttu þeir að fara fram síðasta sumar en var frestað vegna kórónuveirunnar.

Verður þetta í þriðja sinn sem leikarnir fara fram í Ástralíu en árið 1956 fóru þeir fram í Melbourne og árið 2000 voru þeir í Sydney. Það vekur athygli að Brisbane fékk ekkert mótframboð og því auðvelt fyrir borgaryfirvöld að sannfæra IOC um að fá að halda leikana.

CNN greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×