Instagramreikningar Birgittu Lífar, Binna Glee og Bassa komnir í loftið Ása Ninna Pétursdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 15. júlí 2021 15:22 Instagram-reikningar Binna, Bassa og Birgittu hafa verið opnaðir aftur. Vísir Instagram-reikningar Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds og eiganda Bankastræti Club, Bassa Maraj og Binna Glee, áhrifavalda, hafa opnað aftur eftir að þeim var lokað af hakkara í vikunni. Þau eru þau einu af þeim fjölmörgu, sem hakkarinn beindi spjótum sínum að, sem hefur endurheimt Instagram-síðuna sína. Fjöldi áhrifavalda varð fyrir barðinu á hakkaranum, þar á meðal Kristín Pétursdóttir, Sunneva Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Dóra Júlía og strákarnir í Æði svo fátt eitt sé nefnt. Hakkarinn, sem kallar sig kingsanchezx á Instagram hefur hótað fleirum en þeim, til dæmis kynlífstækjaversluninni Lovísu, Jóni Jónssyni tónlistarmanni og Katrínu Jakobsdóttur ef marka má Instagram-færslur hakkarans. Netþrjóturinn hefur krafist ýmislegs af þeim sem hann hefur beint spjótum sínum að og sagði Jón Þór Ágústsson, einn eigenda kynlífstækjaverslunarinnar Lovísu, í samtali við fréttastofu að hann hafi krafist upplýsinga um kaup viðskiptavina, ellegar hann myndi loka Instagram-aðgangi verslunarinnar. „Með svona verslun er þetta aðeins viðkvæmara en ef þú ert að kaupa þér varahluti í bílinn þinn og trúnaður við viðskiptavini er eitthvað sem ég tek mjög alvarlega. Og ég held að hann geri sér alveg grein fyrir því, þannig að hann ræðst á veika hlekki,“ segir Jón Þór. „Ég veit svo ekki hvað hann hefði gert við þær upplýsingar hefði hann náð að hræða mann í það.“ Kristín Pétursdóttir, leikkona og einn áhrifavaldanna sem varð fyrir barðinu á þrjótnum, sagði í samtali við Vísi í fyrradag að það hafi verið áfall að glata dýrmætu efni á þennan máta. „Við erum mörg sem vinnum á Instagram hjá alls konar fyrirtækjum og mikið tekjutap fólgið í því en maður verður bara að vona það besta.“ Ekki hefur tekist að ná tali af Birgittu Líf frá því að reikningurinn hennar opnaði aftur. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Instagram-reikningar Binna Glee og Bassa Maraj opnuðu einnig. Netglæpir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Mikið tekjutap að missa aðganginn Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. 13. júlí 2021 20:38 Kynlífstækjaverslun skotspónn Instagramhakkarans Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði. 13. júlí 2021 14:43 Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Fjöldi áhrifavalda varð fyrir barðinu á hakkaranum, þar á meðal Kristín Pétursdóttir, Sunneva Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Dóra Júlía og strákarnir í Æði svo fátt eitt sé nefnt. Hakkarinn, sem kallar sig kingsanchezx á Instagram hefur hótað fleirum en þeim, til dæmis kynlífstækjaversluninni Lovísu, Jóni Jónssyni tónlistarmanni og Katrínu Jakobsdóttur ef marka má Instagram-færslur hakkarans. Netþrjóturinn hefur krafist ýmislegs af þeim sem hann hefur beint spjótum sínum að og sagði Jón Þór Ágústsson, einn eigenda kynlífstækjaverslunarinnar Lovísu, í samtali við fréttastofu að hann hafi krafist upplýsinga um kaup viðskiptavina, ellegar hann myndi loka Instagram-aðgangi verslunarinnar. „Með svona verslun er þetta aðeins viðkvæmara en ef þú ert að kaupa þér varahluti í bílinn þinn og trúnaður við viðskiptavini er eitthvað sem ég tek mjög alvarlega. Og ég held að hann geri sér alveg grein fyrir því, þannig að hann ræðst á veika hlekki,“ segir Jón Þór. „Ég veit svo ekki hvað hann hefði gert við þær upplýsingar hefði hann náð að hræða mann í það.“ Kristín Pétursdóttir, leikkona og einn áhrifavaldanna sem varð fyrir barðinu á þrjótnum, sagði í samtali við Vísi í fyrradag að það hafi verið áfall að glata dýrmætu efni á þennan máta. „Við erum mörg sem vinnum á Instagram hjá alls konar fyrirtækjum og mikið tekjutap fólgið í því en maður verður bara að vona það besta.“ Ekki hefur tekist að ná tali af Birgittu Líf frá því að reikningurinn hennar opnaði aftur. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Instagram-reikningar Binna Glee og Bassa Maraj opnuðu einnig.
Netglæpir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Mikið tekjutap að missa aðganginn Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. 13. júlí 2021 20:38 Kynlífstækjaverslun skotspónn Instagramhakkarans Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði. 13. júlí 2021 14:43 Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Mikið tekjutap að missa aðganginn Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. 13. júlí 2021 20:38
Kynlífstækjaverslun skotspónn Instagramhakkarans Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði. 13. júlí 2021 14:43
Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37