Enski boltinn

Arteta kenndi þreytu um tapið gegn Hibernian

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikel Arteta á hliðarlínunni í gær. Leikmennirnir hans voru þreyttir.
Mikel Arteta á hliðarlínunni í gær. Leikmennirnir hans voru þreyttir. Ross Parker/Getty

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að tapið gegn Hibernian í æfingaleik í gær hafi veri vegna þreytu. Tapið var nokkuð neyðarlegt fyrir enska stórliðið.

Arsenal hóf æfingar í síðustu viku og undirbúningstímabilið byrjar ekki vel, en eins og segir töpuðu þeir gegn Skotunum í gær.

Arteta hafði þó góðar skýringar á tapinu eftir leikinn.

„Ég er alltaf svekktur þegar við töpum leikjum en þetta var fyrsti leikurinn, við spiluðum með marga unga leikmenn og höfum bara æft fjórum sinnum,“ sagði Arteta.

„Þetta hafa verið erfiðar æfingar og maður gat séð að leikmennirnir voru þreyttir.“

Fyrra mark Hibernian kom eftir skelfileg mistök í öftustu línu Arsenal.

„Fyrsta markið var eftir mistök og annað markið var rangstaða. Við sköpuðum mörg færi en náðum ekki að skora.“

„Æfingaleikirnir eru fyrir þetta; til að sjá hvað fer úrskeiðis svo við getum varið á æfingasvæðið og reynt að bæta þá.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.