Lífið

Frosti og Helga eignuðust dreng sem var strax nefndur Máni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Máni kom í heiminn í gærkvöldi og segist Frosti vera að springa úr auðmýkt og þakklæti.
Máni kom í heiminn í gærkvöldi og segist Frosti vera að springa úr auðmýkt og þakklæti. Vísir/Frosti Logason

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og konan hans Helga Gabríela Sigurðar eignuðust sitt annað barn um helgina. Drengurinn fæddist á tíunda tímanum og var þegar í stað nefndur Máni Frostason í höfuðið á Mána Péturssyni, sem fer með umsjón útvarpsþáttanna Harmageddon á X-inu ásamt Frosta.

„Já lífið er sannarlega dásamlegt kæru vinir. Máni Frostason er kominn í heiminn og við fjölskyldan öll í sæluvímu. Fæðingin var ævintýri líkust þar sem ástin mín hún Helga Gabríela stóð sig eins og hetja enda raunveruleg ofurkona sem gerir allt svo vel eins og frægt er orðið,“ skrifar Frosti í færslu á Facebook, sem fréttastofa fékk góðfúslegt leyfi til að vitna í.

Drengurinn var 16 merkur og 52 sentímetrar þegar hann fæddist. Frosti og Helga eiga einn son fyrir, hann Loga. Þau gengu jafnframt í það heilaga í febrúar á þessu ári. 

„En hann er örugglega að verða helmingi stærri núna þar sem hann hefur tekið broddinn af móðurmjólkinni eins og herforingi síðan þá,“ skrifar Frosti.

Hann segir að öllum heilsist vel og sjálfur sé hann að springa úr þakklæti og auðmýkt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×