Sport

Arna Sigríður sjötti keppandi Íslands í Tókýó

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arna Sigríður Albertsdóttir verður fyrst íslenskra kvenna til að keppa í hjólreiðum á Ólympíumóti fatlaðra.
Arna Sigríður Albertsdóttir verður fyrst íslenskra kvenna til að keppa í hjólreiðum á Ólympíumóti fatlaðra. Mynd/Hvati

Handahjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir verður sjötti fulltrúi Íslands á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics, sem fram fer í Tókýó dagana 24.ágúst - 5.september. Arna verður fyrst íslenskra kvenna til að keppa í hjólreiðum á Ólympíumóti fatlaðra.

Nýverið útlhlutaði Alþjóðahjólreiðasambandið úr svokölluðum umsóknarsætum þar sem Arna var ein þeirra sem varð fyrir valinu.

Arna Sigríður hefur verið brautryðjandi í handahjólreiðum á Íslandi og keppti í sínu fyrsta móti árið 2014. Hún hefur lengi stefnt að því að komast á Ólympíumótið í Tókýó.

Auk Örnu Sigríðar hafa sundfólkið Már Guðmundsson, Thelma Björg Björnsdóttir, og Róbert Ísak Jónsson, ásamt frjálsíþróttafólkinu Bergrúnu Ósk Aðalsteinsdóttur og Patreki Andrési Axelssyni tryggt sér farseðil á mótið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.