Bíó og sjónvarp

Sjáðu fyrsta brotið úr væntan­­legri seríu Succession

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Feðgarnir Kendall og Logan Roy munu berjast um völdin í næstu seríu.
Feðgarnir Kendall og Logan Roy munu berjast um völdin í næstu seríu. imdb/Craig Blankenhorn

Margir hafa beðið í of­væni eftir seríu þrjú af þáttunum Succession sem fram­leiddir eru af HBO. Hún kemur út í haust en ná­kvæmar dag­setningar á frum­sýningu þáttanna hafa enn ekki verið til­kynntar.

Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda en þeir eru framleiddir af HBO og fjalla um Roy fjölskylduna sem á alþjóðlegt fjölmiðlastórveldi.

HBO birti í gær fyrstu stikluna úr næstu seríu. Hana má sjá hér að neðan.

Succession fá 8,6 á IMDB sem er sannkölluð ágætiseinkunn fyrir þáttaseríu.

Hluti af annarri seríu var tekinn upp á Íslandi og komust þættirinr í fjölmiðla hér í fyrra fyrir þær sakir.

Ingvar E. Sigurðsson fór þar með lítið hlutverk í fyrsta þættinum. Þann hluta má sjá hér að neðan:
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.