Harmleikjakóngur Bollywood er látinn Atli Ísleifsson skrifar 7. júlí 2021 08:22 Dilip Kumar birtist síðast í kvikmynd árið 1998 og hélt þá innreið sína í heim stjórnmála. Hann vann þá að friðarviðræðum milli Indverja og Pakistana. AP Indverski leikarinn Dilip Kumar, sem hefur verið kallaður Harmleikjakóngur Bollywood, er látinn. Hann lést í morgun, 98 ára að aldri. Kumar var sannkölluð goðsögn í heimi Bollywood, indverska kvikmyndaheimsins, og lék hann í rúmlega sextíu myndum á um hálfrar aldar leiklistarferli. Hann er þekktur fyrir stórmyndir á borð við Devdas frá árinu 1955 og Mughal-e-Azam frá árinu 1960. Kumar var helsta stórstjarna gullaldar Bollywood á fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum. Erlendir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Kumar hafi verið heilsuveill um nokkurt skeið og mikið dvalið á sjúkrahúsi síðasta mánuðinn. Dilip Kumar hét Mohammed Yusuf Khan og fæddist í Peshawar, sem nú er í Pakistan, árið 1922. Hann tók upp listamannsnafnið Dilip Kumar þegar hann hóf leiklistarferilinn á fimmta áratugnum. Fjölmargir hafa minnst Kumar eftir að greint var frá andlátinu, þeirra á meðal Narendra Modi forsætisráðherra sem kallar hann „goðsögn í heimi kvikmynda“. Dilip Kumar Ji will be remembered as a cinematic legend. He was blessed with unparalleled brilliance, due to which audiences across generations were enthralled. His passing away is a loss to our cultural world. Condolences to his family, friends and innumerable admirers. RIP.— Narendra Modi (@narendramodi) July 7, 2021 Litlu munaði að hann yrði heimsþekktur árið 1962 þegar honum var boðið hlutverk Sherif Ali í stórmyndinni Arabíu-Lawrence. Hann hafnaði hins vegar hlutverkinu og féll það í hlut Egyptans Omar Sharif til að túlka persónuna Ali. Dilip Kumar birtist síðast í kvikmynd árið 1998 og hélt þá innreið sína í heim stjórnmála. Hann vann þá að friðarviðræðum milli Indverja og Pakistana. Bíó og sjónvarp Indland Andlát Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Kumar var sannkölluð goðsögn í heimi Bollywood, indverska kvikmyndaheimsins, og lék hann í rúmlega sextíu myndum á um hálfrar aldar leiklistarferli. Hann er þekktur fyrir stórmyndir á borð við Devdas frá árinu 1955 og Mughal-e-Azam frá árinu 1960. Kumar var helsta stórstjarna gullaldar Bollywood á fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum. Erlendir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Kumar hafi verið heilsuveill um nokkurt skeið og mikið dvalið á sjúkrahúsi síðasta mánuðinn. Dilip Kumar hét Mohammed Yusuf Khan og fæddist í Peshawar, sem nú er í Pakistan, árið 1922. Hann tók upp listamannsnafnið Dilip Kumar þegar hann hóf leiklistarferilinn á fimmta áratugnum. Fjölmargir hafa minnst Kumar eftir að greint var frá andlátinu, þeirra á meðal Narendra Modi forsætisráðherra sem kallar hann „goðsögn í heimi kvikmynda“. Dilip Kumar Ji will be remembered as a cinematic legend. He was blessed with unparalleled brilliance, due to which audiences across generations were enthralled. His passing away is a loss to our cultural world. Condolences to his family, friends and innumerable admirers. RIP.— Narendra Modi (@narendramodi) July 7, 2021 Litlu munaði að hann yrði heimsþekktur árið 1962 þegar honum var boðið hlutverk Sherif Ali í stórmyndinni Arabíu-Lawrence. Hann hafnaði hins vegar hlutverkinu og féll það í hlut Egyptans Omar Sharif til að túlka persónuna Ali. Dilip Kumar birtist síðast í kvikmynd árið 1998 og hélt þá innreið sína í heim stjórnmála. Hann vann þá að friðarviðræðum milli Indverja og Pakistana.
Bíó og sjónvarp Indland Andlát Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“