Innlent

Há­skólinn tekur að sér kennslu fyrir Neyðar­línuna

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sitja á myndinni en þau Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild, og Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, standa fyrir aftan.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sitja á myndinni en þau Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild, og Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, standa fyrir aftan. Kristinn Ingvarsson

Há­skóli Ís­lands (HÍ) mun halda nám­skeið í svo­kallaðri neyðar­svörun á vor­misserum 2022 og 2023. Það er hugsað til að undir­búa fólk fyrir störf hjá Neyðar­línunni.

Tómas Gísla­son, að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri Neyðar­línunnar, segir í sam­tali við Vísi að verk­efnið sé hugsað til þess að starfs­fólk komi full­undir­búið til Neyðar­línunnar og sleppi þá við þá þjálfun sem það þarf annars að ganga í gegn um.

HÍ og Neyðar­línan hafa skrifað undir starfs­samning um kennsluna. Skólinn mun leggja til kennslu­hús­næði og um­sjónar­kennara en Neyðar­línan mun greiða laun kennaranna.

Í samningnum er einnig kveðið á um að rann­sóknir á neyðar­svörun verði efldar innan há­skólans á bæði upp­lifun not­enda á þjónustu Neyðar­línunnar og líðan og starfs­skil­yrðum starfs­fólksins.

Nám­skeiðið verður kennt sem val­nám­skeið í grunn­námi Fé­lags­ráð­gjarfa­deildar á Fé­lags­vísinda­sviði HÍ. Það verður að­eins opið fáum nem­endum þau tvö ár sem samningurinn nær til en eftir haustið 2023 verður hann tekinn til endur­skoðunar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.