Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Fylkir 2-4 | Fylkir endaði sigurgöngu Þróttar í markaleik

Andri Már Eggertsson skrifar
Fylkir vann sinn annan sigur í röð
Fylkir vann sinn annan sigur í röð Vísir/Bára Dröfn

Fylkir vann sinn annan sigur í röð þegar þær mættu Þrótti á Eimskipsvellinum í sex marka leik.

Leikurinn endaði með 2-4 sigri og voru Fylkiskonur með mikla yfirburði frá upphafi til enda sem skilaði sér í fjórum mörkum.

Þróttur byrjaði leikinn með hvelli. Þær komust yfir strax þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum.

Katherine átti góðan undirbúning þar sem hún lagði boltann á Shaelan Brown sem fékk mikinn tíma og pláss á hægri kantinum sem endaði með að hún lagði boltann í fjær hornið fram hjá Tinnu Brá í marki Fylkis.

Það leið ekki á löngu þar til Bryndís Arna Níelsdóttir var búin að jafna leikinn. Sæunn Björnsdóttir átti góða sendingu á beint á kollinn hennar Bryndísar.

Leikurinn róaðist við það að fá tvö mörk á fyrsta korterinu. Bæði lið fengu sín marktækifæri en allt kom fyrir ekki þar til á 43 mínútu.

Þórdís Elva Ágústsdóttir var búin að fá tvö færi á undan en þegar hún fékk þriðja færið þá þakkaði hún traustið og kom Fylki yfir.

Sæunn Björnsdóttir átti sendinguna inn fyrir vörn Þróttar sem fór beint á Þórdísi sem kláraði færið með marki og sá til þess að Fylkir yrði 2-1 yfir í hálfleik.

Þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik bættu Fylkis konur í forystu sína. Þórdís Elva gerði vel í að fara upp vinstri kantinn og koma boltanum fyrir á Bryndísi Örnu sem gerði

Klaufagangurinn í vörn Þróttar hélt áfram. Jelena Tinna Kujundzic gerði sig seka um klaufalegt sjálfsmark eftir að hafa teigt sig í fyrirgjöf Helenu Ósk Hálfdánardóttur sem endaði með sjálfsmarki.

Í blá lokinn minnkaði Ólöf Sigríður Kristinnsdóttir muninn í 2-4 eftir mikinn barning inn í teignum, boltinn hrökk þá til hennar sem endaði með að hún þrumaði boltanum í netið.

Lengra komust Þróttarar ekki og 2-4 tap niðurstaðan.

Af hverju vann Fylkir?

Það er oft talað um að sigurinn nærir. Fylkir mætti til leiks fullar sjálfstrausts eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur á tímabilinu í síðasta leik.

Þær voru yfir á öllum sviðum leiksins. Varnarlega var liðið í talsvert betri takti heldur en Þróttur og sóknarlega voru þær betri á síðasta þriðjungi sem skilaði sér í fullt af færum og fjórum mörkum.

Hvað gekk illa?

Varnarleikur Þróttar var í engu jafnvægi. Þær voru langt frá hvor annarri og slitnaði línan oft sem gerði það að verkum að bæði í mörkum og færum Fylkis voru þær komnar í einn á einn stöðu á Andreu Rut markmann Þróttar.

Hverjar stóðu upp úr?

Bryndís Arna Níelsdóttir átti góðan leik og var klárlega maður leiksins. Hún skilaði tveimur mörkum. 

Þórdís Elva Ágústsdóttir átti einnig góðan dag. Hún kom sér í fullt af færum sem endaði með að hún gerði eitt mark og gaf eina stoðsendingu.

Hvað gerist næst?

Mjólkurbikarinn er næst á dagskrá hjá Þrótturum. Þar mæta þær Selfossi á Jáverk vellinum klukkan 19:15.

Fylkir fara norður næsta þriðjudag þar sem þær mæta Þór/KA klukkan 18:00.

Nik Anthony: Við áttum að fá víti þegar við vorum marki yfir 

Nik Anthony var ósáttur með dómara leiksinsVísir/Hulda Margrét

Nik Anthony Chamberlain þjálfari Þróttar var afar svekktur með að hafa fengið á sig fjögur mörk í kvöld.

„Eftir fyrst tíu mínútur leiksins, tók Fylkir yfir leikinn og áttu því sigurinn skilið. Við fórum út úr okkar leik þegar við héldum boltanum og drap þriðja mark Fylkis okkur," sagði Nik eftir leikinn. 

Nik Anthony var afar súr með varnarleik liðisns sem virtist vera í vandræðum með að vera í sama takti.

„Lea Björt Kristjánsdóttir kom inn í vörnina og var hún óörrug þar sem hún er enn að læra inn á okkar leik. Við erum með unga vörn, við vitum að þá koma svona klaufa mistök og verðum við að fara læra betur af þeim."

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom inn á sem varamaður og minnkaði muninn fyrir Þrótt. 

„Við vorum að fara setja hana inn á í aðdraganda þriðja mark Fylkis, það var planið að setja hana inn á þegar aftasta lína Fylkis væri orðin þreyttari."

Nik Anthony fannst hans lið átt að fá víti þegar þær voru einu marki yfir snemma leiks.

„Við áttum að fá víti snemma leiks, miðað við hvernig víti ég hef séð dómarana dæma þá er enn og aftur óstuðuleiki sem einkennir þeirra leik."

„Línuverðir kvöldsins voru með allar ákvarðanir upp á tíu en við áttum að fá víti. Ég fékk þá skýringu að þær hafi rekist saman en mér fannst það ekki," sagði Nik að lokum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira