Sport

Kjartan Stefánsson: Vorum betri á síðasta þriðjungi heldur en áður

Andri Már Eggertsson skrifar
Kjartan var ánægður með annan sigur Fylkis í röð
Kjartan var ánægður með annan sigur Fylkis í röð Vísir/Bára Dröfn

Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis var afar kátur með góðan 2-4 sigur á Þrótti. Eftir að hafa lent marki undir snemma leiks var Kjartan ánægður með hvernig hans stelpur svöruðu því sem endaði með 2-4 sigri.

„Ég myndi segja að gæðin hjá okkur á síðasta þriðjungi voru betri í kvöld heldur en oft áður. Það rífur upp gleðina að ná að tengja saman tvo sigra það er enginn spurning," sagði Kjartan sáttur með annan sigurleikinn í röð.

Kjartan var helst ánægður með karakterinn í liðinu eftir að hafa lent undir snemma leiks.

„Mér fannst við halda bolta ver heldur en oft áður, ég á það til að hugsa of mikið út í það heldur en annað. Karakterinn í liðinu fannst mér góður ég var ánægður með hvernig liðið svaraði þegar þær lentu undir." 

Kjartan var svekktur með skipulagið í varnarleiknum í fyrsta marki Þróttar en það breyttist þegar leið á leikinn.

„Þróttur skapaði sér þó nokkur færi og var ekkert óeðlilegt að þær myndu ná inn þessu marki undir lokinn." 

„Ég er bara ángæður með að við lentum undir komum til baka og sóttum þrjú stig, það er mikil gleði í því."

Að lokum var Kjartan mjög bjartsýnn á framhaldið og vonaðist eftir að tveir sigrar í röð sé byrjunin á meiri velgengni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.