Sport

Síðasti leikur í deildinni gegn Val truflaði mig en ekki þetta einvígi

Andri Már Eggertsson skrifar
Björgvin Páll mun leika með Val á næstu leiktíð.
Björgvin Páll mun leika með Val á næstu leiktíð. vísir/hulda margrét

Björgvin Páll Gústavsson markmaður Hauka var afar svekktur að kveðja Haukana með silfur. 

„Þetta er ömurlegt, þetta var ekki það sem ég óskaði mér. Það er enginn skömm á því að tapa gegn þessu Vals liði, þeir voru betri en við á öllum sviðum í þessu einvígi," sagði Björgvin Páll.

Björgvin Páll samdi við Val á miðju tímabili og mun leika með þeim á næstu leiktíð. 

„Það truflaði mig ekkert að vera mæta þeim núna, ég viðurkenni það þegar við spiluðum við þá síðast í deildinni það truflaði mig en í kvöld skipti það engu máli, mig langaði bara að kveðja Haukana á sem bestan hátt."

Haukar urðu deildarmeistarar en náðu ekki að sýna sparihliðarnar sínar í úrslitakeppninni.

„Í úrslitakeppninni lentum við á slæmum tímapunkti, meiðsli settu strik í reikninginn, við gátum ekki dreift álaginu eins og við vildum. Valur er gott lið sem gerði okkur erfitt fyrir með miklum hraða."

Fyrir leikinn voru Haukarnir þremur mörkum undir, Valur byrjaði leikinn í kvöld einnig betur sem setti Haukana strax í erfiða stöðu.

„Einvígið liggur í fyrstu tíu mínútunum í báðum leikjunum. Valur byrjaði strax á miklu flugi sem setti okkur í erfiða stöðu," sagði Björgvin Páll að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.