Anníe Mist inn á heimsleikana í CrossFit tíu mánuðum eftir að hún átti barn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 09:31 Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist Freyju Mist í ágúst síðastliðnum en í gær tryggði hún sér sæti á heimsleikunum í CrossFit seinna í sumar. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir tryggði sér í gær sæti á heimsleikunum í gær aðeins tíu mánuðum eftir að hún eignaðist dóttur sína Feyju Mist. Ísland verður með fjóra keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram um mánaðamótin júlí og ágúst en þetta varð ljóst eftir að keppni lauk í undanúrslitamótunum tveimur sem voru í boði fyrir besta íslenska CrossFit fólkið. Ísland átti sjö keppendur í undanúrslitamótunum og allir nema þrír þeirra unnu sér inn farseðilinn á heimsmeistaramótið. Enginn náði að tryggja sér sæti á aukamótinu og því fjölgar ekki í þessum hópi Íslendinga á leikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig best af öllum Íslendingunum með því að vinna Lowlands Throwdown mótið í Hollandi en vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir urðu báðar í þriðja sæti á sínum mótum, Anníe Mist á Lowlands Throwdown en Katrín Tanja á German Throwdown. Þuríður Erla Helgadóttir náði síðan fimmta og síðasta sætinu á Lowlands Throwdown. Björgvin Karl var með 484 stig eða átta fleiri en Svisslendingurinn Adrian Mundwiler sem varð annar. Björgvin vann eina grein og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist fékk 528 stig og deildi þriðja sætinu með Gabriela Migala frá Póllandi. Írinn Emma McQuaid vann mótið með 552 stig og Ungverjinn Laura Horváth varð önnur með 544 stig. Þuríður Erla náði 460 stigum en hún varð í öðru sæti í tveimur greinanna. Anníe Mist vann eina og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist eignaðist dóttur sína Freyju Mist í ágúst síðastliðnum og verður því búin að keppa á heimsleikunum áður en Freyja heldur upp á eins árs afmælið sitt. Þetta verða elleftu heimsleikar Anníe en hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari og fimm sinnum komist á verðlaunapall. Anníe Mist gerði reyndar keppnina enn erfiðari fyrir sig með því að gera eina æfinguna tvisvar eftir að hún uppgötvaði að upptakan var ekki nógu góð. Hún náði næstum því sama tíma og vann þá grein. Þetta aukaálag stoppaði hana samt ekki því hún endaði aðeins 24 stigum frá fyrsta sætinu. „Ég vil sýna dóttur minni að þótt að ég hafi eignast hana þá get ég samt haldið áfram á mínum ferli ef ég vil. Ég vil sýna Freyju hvað það þýðir að vera sterkur, ekki bara líkamlega, og ég trúi því að ég sé betri móðir með því að hugsa vel um sjálfa mig og verða ég sjálf á ný. Þá get ég gefið henni enn meira,“ sagði Anníe Mist í viðtali við Morning Chalk Up fyrir mótið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja fékk 468 stig en þær norsku Kristin Holte (572 stig) og Jacqueline Dahlström (552) voru með nokkra yfirburði. Katrín náði að vinna eina grein eins og Anníe Mist. Haraldur Holgersson stóð sig best af íslensku strákunum á German Throwdown en hann varð í níunda sætinu þar. Haraldur rétt missti því að fá annað tækifæri. Fimm fyrstu sæti gáfu sæti á heimsleikunum en næstu þrjú sæti gáfu síðan sæti í sérstöku aukamóti þar sem fólkið sem var næst því að tryggja sig inn á undanúrslitamótinu fær annað tækifæri. Þröstur Ólafson varð í 22. sæti á German Throwdown og Sólveig Sigurðardóttir varð í þrettánda sætinu á Lowlands Throwdown. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) CrossFit Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Ísland verður með fjóra keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram um mánaðamótin júlí og ágúst en þetta varð ljóst eftir að keppni lauk í undanúrslitamótunum tveimur sem voru í boði fyrir besta íslenska CrossFit fólkið. Ísland átti sjö keppendur í undanúrslitamótunum og allir nema þrír þeirra unnu sér inn farseðilinn á heimsmeistaramótið. Enginn náði að tryggja sér sæti á aukamótinu og því fjölgar ekki í þessum hópi Íslendinga á leikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig best af öllum Íslendingunum með því að vinna Lowlands Throwdown mótið í Hollandi en vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir urðu báðar í þriðja sæti á sínum mótum, Anníe Mist á Lowlands Throwdown en Katrín Tanja á German Throwdown. Þuríður Erla Helgadóttir náði síðan fimmta og síðasta sætinu á Lowlands Throwdown. Björgvin Karl var með 484 stig eða átta fleiri en Svisslendingurinn Adrian Mundwiler sem varð annar. Björgvin vann eina grein og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist fékk 528 stig og deildi þriðja sætinu með Gabriela Migala frá Póllandi. Írinn Emma McQuaid vann mótið með 552 stig og Ungverjinn Laura Horváth varð önnur með 544 stig. Þuríður Erla náði 460 stigum en hún varð í öðru sæti í tveimur greinanna. Anníe Mist vann eina og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist eignaðist dóttur sína Freyju Mist í ágúst síðastliðnum og verður því búin að keppa á heimsleikunum áður en Freyja heldur upp á eins árs afmælið sitt. Þetta verða elleftu heimsleikar Anníe en hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari og fimm sinnum komist á verðlaunapall. Anníe Mist gerði reyndar keppnina enn erfiðari fyrir sig með því að gera eina æfinguna tvisvar eftir að hún uppgötvaði að upptakan var ekki nógu góð. Hún náði næstum því sama tíma og vann þá grein. Þetta aukaálag stoppaði hana samt ekki því hún endaði aðeins 24 stigum frá fyrsta sætinu. „Ég vil sýna dóttur minni að þótt að ég hafi eignast hana þá get ég samt haldið áfram á mínum ferli ef ég vil. Ég vil sýna Freyju hvað það þýðir að vera sterkur, ekki bara líkamlega, og ég trúi því að ég sé betri móðir með því að hugsa vel um sjálfa mig og verða ég sjálf á ný. Þá get ég gefið henni enn meira,“ sagði Anníe Mist í viðtali við Morning Chalk Up fyrir mótið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja fékk 468 stig en þær norsku Kristin Holte (572 stig) og Jacqueline Dahlström (552) voru með nokkra yfirburði. Katrín náði að vinna eina grein eins og Anníe Mist. Haraldur Holgersson stóð sig best af íslensku strákunum á German Throwdown en hann varð í níunda sætinu þar. Haraldur rétt missti því að fá annað tækifæri. Fimm fyrstu sæti gáfu sæti á heimsleikunum en næstu þrjú sæti gáfu síðan sæti í sérstöku aukamóti þar sem fólkið sem var næst því að tryggja sig inn á undanúrslitamótinu fær annað tækifæri. Þröstur Ólafson varð í 22. sæti á German Throwdown og Sólveig Sigurðardóttir varð í þrettánda sætinu á Lowlands Throwdown. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown)
CrossFit Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira