Fótbolti

Forseti Frakklands vill að N'Golo Kante fá Gullknöttinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
N'Golo Kante með Meistaradeildarbikarinn eftir sigur Chelsea á dögunum.
N'Golo Kante með Meistaradeildarbikarinn eftir sigur Chelsea á dögunum. Getty/Chris Lee

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur bæst í hóp þeirra sem tala fyrir því að franski miðjumaðurinn N'Golo Kante vinni Gullknöttinn, Ballon d'Or, fyrir þetta ár.

Forsetinn fór að ræða fótbolta í útvarpsviðtali á frönsku stöðinni RMC en hann var þá í heimsókn í æfingarbúðum franska landsliðsins í Clairefontaine.

Macron hrósaði miðjumanni Chelsea mikið í þessu spjalli.

„N'Golo Kante er frábær leikmaður og eins og með Kylian Mbappe þá er hann líka frábær fyrirmynd,“ sagði Emmanuel Macron.

„Hann er frábær fyrirmyndi fyrir unga fólkið í Frakklandi. Þegar við sjáum enn á ný hvernig tímabil hann átti með sínu liði og vonandi fær hann Gullknöttinn líka. Ég er líka viss um að hann mun standa sig vel á þessu Evrópumóti líka,“ sagði Macron.

„Hann og Kylian er báðir líka svo góðar manneskjur sem trúa á vinnusemi og samheldni. Þeir eru trúir og tryggir félögunum sem þeir komu frá. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðina því íþróttir eru alltaf meira en bara íþróttir,“ sagði Macron.

Hinn þrítugi N'Golo Kante hefur verið magnaður á þessu tímabili og er einn af þeim sem þykir koma til greina sem besti knattspyrnumaður ársins. Sigur Chelsea í Meistaradeildinni hjálpar honum mikið og hvað þá ef franska landsliðið verður Evrópumeistari.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.