Lífið

Sóli og Viktoría eignuðust „gull­fal­legan og ak­feitan“ dreng

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm í íbúð sinni á Hringbrautinni.
Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm í íbúð sinni á Hringbrautinni. vísir/Vilhelm

Grín­istinn Sóli Hólm og fjöl­miðla­konan Viktoría Her­manns­dóttir eignuðust „gull­fal­legan og ak­feitan“ dreng í gær.

Sóli segir frá að­dragandanum á Face­book en drengurinn var fæddur á Akra­nesi vegna mikilla anna á fæðingar­deildinni á Hring­braut.

„Sagan er þannig að ekki var hægt að hefja gang­setningu á Viktoríu í gær­morgun vegna mikilla anna á fæðingar­deildinni á Hring­braut og þar sem hún var komin 13 daga fram yfir settan dag vildum við ekki tefja þetta meira. Því tókum við þá skyndi­á­kvörðun í gær­morgun að Viktoría myndi fara í gang­setningu á Akra­nesi og fæða barnið þar,“ segir Sóli.

Þau fóru því upp á Skaga þar sem gang­setningin var hafin. Þau fengu þá að fara heim en áttu að mæta aftur upp á Skaga síðar um kvöldið. Klukkan hálf fimm hafi Viktoría þó misst vatnið og þau brunað af stað.

„Á Kjalar­nesinu var okkur þó hætt að lítast á blikuna og þar sem þetta stóð tæpt og ég einkar lög­hlýðinn öku­maður og borgari al­mennt, sáum við þann kostinn vænstan í sam­ráði við 112 að fá sjúkra­bíl til að koma á móti okkur við Hval­fjarðar­göngin svo barnið myndi nú ekki fæðast úti í veg­kanti,“ skrifar Sóli.

Klukku­stund síðar var „stór og pattara­legur drengur kominn í heiminn“ og gleðin nú alls ráðandi á heimili parsins. Drengurinn er þeirra annað barn sem þau eiga saman en fyrir áttu þau dótturina Hólm­fríði Rósu sem fæddist árið 2019. Fyrir átti Viktoría dótturina Birtu og Sóli drengina Bald­vin Tómas og Matthías.


Tengdar fréttir

Sóli Hólm og Viktoría eiga von á fimmta barninu

Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm eiga von á sínu fimmta barni í vor. Viktoría er gengin 14 vikur á leið svo barnið er væntanlegt í heiminn í vor. „Þetta var kannski ekki alveg á áætlun en við erum mjög glöð.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.