Tónlist

„Sækjum oft í það sem við vitum að er ekki okkur ætlað“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Söngkonan Greta Salóme er á fullu að vinna í nýrri tónlist.
Söngkonan Greta Salóme er á fullu að vinna í nýrri tónlist.

Tónlistarkonan Greta Salóme gefur í dag út lagið Svartur Hrafn. Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi og hægt er að sjá á það í spilaranum hér fyrir neðan. Lagið Svartur hrafn kemur svo formlega út á Spotify á miðnætti.

Svartur Hrafn er nýjasta lagið eftir Gretu Salmóme og er einnig fyrsta lagið sem hún gefur út í ár, en alls ekki það síðasta. Svartur Hrafn er hluti af stærri heild, en um þessar mundir er Greta að vinna í stuttskífu (EP).

„Svartur hrafn er með pínu óræðinn texta og getur verið um manneskju eða hlut sem maður sækist í en mun aldrei fá nema í stuttan tíma. Við sækjum oft í það sem við vitum að er ekki okkur ætlað og getum ekki losað okkur við það sama hvað við reynum. Það geta allir tengt við það að einhverju leiti,“ segir Greta Salóme um lagið.

Þetta er popp-lag sem sýnir yfir hvaða hæfileikum Greta býr sem laga- og textahöfundur. Texti lagsins endurspeglar upplifanir margra og því auðvelt fyrir hlustendur að setja sig í aðstæður og tengja við söguna sem er sögð.

„Lagið var samið heima í stúdióinu mínu í Mosó en svo fór ég með það til John-Emil Johansson sem er sænskur pródúsent sem ég er búin að vinna svolítið með í ár. Við kláruðum svo að útsetja og pródúsera lagið saman bara yfir zoom þar sem hann var úti á Spáni að vinna og ég á Íslandi.“

Undanfarin ár hefur Greta unnið mikið erlendis og komið víða fram, en vegna heimsfaraldursins er hún búin að vera á Íslandi að vinna í nýrri tónlist. Nú þegar það er farið að sjást fyrir endann á faraldrinum eru verkefnin að hrúgast upp hjá henni. Með hausti má vænta þess að hún gefi út meiri tónlist, þar á meðal stuttskífuna (EP).

Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Greta Salóme - Svartur Hrafn

Tengdar fréttir

Frumsýna myndbandið við lagið Jól eins og áður

Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna og leikara frumsýna í dag lagið Jól eins og áður. Lagið er eftir Gretu Salóme og Bjarka Bomarz Ómarsson en hann sá einnig um upptökustjórn. Ásamt Gretu Salóme koma fram þau Sverrir Bergmann, Sigga Beinteins, KK, DJ Muscleboy, Jón Gnarr, Ragnheiður Gröndal, Aron Mola, Birgir Steinn og Katrín Halldóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×