„Í rauninni hrynur heimurinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2021 10:31 Anna Lilja og Anna Sigga hafa báðar gengið í gegnum það að missa maka. Þær eru bestu vinkonur, báðar tveggja barna mæður, eru 31 árs og búa í næstu götu frá hvor annarri. Þær hafa einnig gengið í gegnum þá sáru lífsreynslu að missa maka með nokkurra ára millibili. Þær vilja nýta sína reynslu til góðs og hjálpa syrgjendum með fræðslu og sérstökum verkfærum sem þær hafa þróað. Eva Laufey Kjaran hitti þær Önnu Lilju Marteinsdóttur og Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur á dögunum og ræddi við það í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég missi minn maka 23 ára gömul árið 2013. Hann lendir í bílslysi og það var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir mig svona unga að ganga í gegnum það. Maður þurfti að læra að takast á við nýtt hlutverk,“ segir Anna Sigga. „Nú í lok maí er komið ár síðan að ég missti minn maka. Þá var ég nýorðin þrítug og við áttum tvö börn saman og í rauninni hrynur heimurinn. Það var ansi ljúfsárt að eiga bestu vinkonu sem skyldi á allt annan hátt en allir aðrir. Þó svo að við séum báðar með fullt af góðu fólki í kringum okkur þá stóðu við okkur oft af því að sitja og spjalla um hluti sem ekki margir eru að ræða yfir hádegismatnum,“ segir Anna Lilja. Getur sent villandi skilaboð „Við fengum þessi verkefni í hendurnar algjörlega óumbeðið. Maður þarf að vera sterkur í gegnum þetta, sérstaklega í mínu tilfelli er ég með tvo pjakka sem þarf að halda áfram að sinna. Það þarf ekkert alltaf að segja fólki hvað það sé sterkt því það getur líka sent villandi skilaboð að það eigi að vera sterkt á þessum tíma. Þú mátt líka bara vera alls ekki sterkur,“ segir Anna Lilja. Eftir mörg samtöl og stundir kviknaði sú hugmynd að þær gætu nýtt sína reynslu til góðs og hjálpað syrgjendum og aðstandendum þeirra. Bæði með fræðslu og sérstökum verkfæraboxum sem þær hafa þróað. „Við vorum sammála um í öllu þessu spjalli, sérstaklega fyrstu dagana og vikurnar þegar það er fullt hús og allir eru hjá manni að þegar það kemur kvöld að þú leyfir þér að vera svolítið í myrkrinu og taka út erfiðu stundina einn með sjálfum þér. Þú ert kannski ekki að upplifa þessar erfiðu stundir af því að þú ert ein, heldur leyfir þú þeim að koma þegar þú ert ein,“ segir Anna Lilja. Boxin sem þær vinkonurnar þróuðu eru í raun fjögur lítil box sem koma saman í einu stóru boxi. „Þegar viðtakandi opnar stóra boxið bíður hans lítið spjald sem hann snýr við og les í rólegheitum. Það eru í raun svona leiðbeiningar að boxinu. Þar stendur að þú eigir í rauninni ekki að opna allar gjafirnar strax, þú eigir að opna eina litla gjöf þegar þér líður annaðhvort bara illa eða einmana eða bara langar til þess að opna gjöf,“ segir Anna Sigga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Sjá meira
Þær vilja nýta sína reynslu til góðs og hjálpa syrgjendum með fræðslu og sérstökum verkfærum sem þær hafa þróað. Eva Laufey Kjaran hitti þær Önnu Lilju Marteinsdóttur og Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur á dögunum og ræddi við það í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég missi minn maka 23 ára gömul árið 2013. Hann lendir í bílslysi og það var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir mig svona unga að ganga í gegnum það. Maður þurfti að læra að takast á við nýtt hlutverk,“ segir Anna Sigga. „Nú í lok maí er komið ár síðan að ég missti minn maka. Þá var ég nýorðin þrítug og við áttum tvö börn saman og í rauninni hrynur heimurinn. Það var ansi ljúfsárt að eiga bestu vinkonu sem skyldi á allt annan hátt en allir aðrir. Þó svo að við séum báðar með fullt af góðu fólki í kringum okkur þá stóðu við okkur oft af því að sitja og spjalla um hluti sem ekki margir eru að ræða yfir hádegismatnum,“ segir Anna Lilja. Getur sent villandi skilaboð „Við fengum þessi verkefni í hendurnar algjörlega óumbeðið. Maður þarf að vera sterkur í gegnum þetta, sérstaklega í mínu tilfelli er ég með tvo pjakka sem þarf að halda áfram að sinna. Það þarf ekkert alltaf að segja fólki hvað það sé sterkt því það getur líka sent villandi skilaboð að það eigi að vera sterkt á þessum tíma. Þú mátt líka bara vera alls ekki sterkur,“ segir Anna Lilja. Eftir mörg samtöl og stundir kviknaði sú hugmynd að þær gætu nýtt sína reynslu til góðs og hjálpað syrgjendum og aðstandendum þeirra. Bæði með fræðslu og sérstökum verkfæraboxum sem þær hafa þróað. „Við vorum sammála um í öllu þessu spjalli, sérstaklega fyrstu dagana og vikurnar þegar það er fullt hús og allir eru hjá manni að þegar það kemur kvöld að þú leyfir þér að vera svolítið í myrkrinu og taka út erfiðu stundina einn með sjálfum þér. Þú ert kannski ekki að upplifa þessar erfiðu stundir af því að þú ert ein, heldur leyfir þú þeim að koma þegar þú ert ein,“ segir Anna Lilja. Boxin sem þær vinkonurnar þróuðu eru í raun fjögur lítil box sem koma saman í einu stóru boxi. „Þegar viðtakandi opnar stóra boxið bíður hans lítið spjald sem hann snýr við og les í rólegheitum. Það eru í raun svona leiðbeiningar að boxinu. Þar stendur að þú eigir í rauninni ekki að opna allar gjafirnar strax, þú eigir að opna eina litla gjöf þegar þér líður annaðhvort bara illa eða einmana eða bara langar til þess að opna gjöf,“ segir Anna Sigga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Sjá meira