Sport

Tókst eitt­hvað sem engri fim­leika­konu hefur áður tekist

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Simone Biles sýndi enn og aftur af hverju hún er ein besta fimleikakona allra tíma.
Simone Biles sýndi enn og aftur af hverju hún er ein besta fimleikakona allra tíma. Emilee Chinn/Getty Images

Hin magnaða Simone Biles tók þátt á sínu fyrsta fimleikamóti í rúma 18 mánuði nú um helgina. Þar framkvæmdi hún stökk sem engri fimleikakonu hefur áður tekist.

Mótið fór fram í Indianapolis í Bandaríkjunum um helgina og þar minnti hin 24 ára gamla Biles áhorfendur á af hverju hún er talin besta fimleikakona sögunnar.

Stökkið kallast „Yurchenko double pike vault-stökk“ og hefur aldrei verið framkvæmt áður af fimleikakonu. Þá var hesturinn sem stokkið er af tíu sentímetrum lægri en sá sem stokkið er af í karlaflokki. Gerir það stökkið enn merkilegra.

Fari svo að Biles framkvæmi stökkið á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í Japan í sumar þá verður stökkið endurskírt í höfuðið á Simone Biles.

Þetta ótrúlega stökk má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×